Silfurkarpi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Silfurkarpi

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Beinfiskur (Actinopterygii)
Ættbálkur: (Cypriniformes)
Ætt: (Cyprinidae)
Ættkvísl: Hypophthalmichthys
Tegund:
H. molitrix

Tvínefni
Hypophthalmichthys molitrix
(Valenciennes, 1844)

Silfurkarpi (fræðiheiti: Hypophthalmichthys molitrix) er ferskvatnsfiskur af ætt sem kallast Cyprinidae og Cypriniformes flokknum‏. Flokkurinn er fjölbreyttastur í Suðaustur-Asíu og til eru 11-12 ættbálkar og um 4250 tegundir af ‏þeim.

Silfurkarpi hefur heimkynni að rekja til Austur-Asíu, hann heldur sig til í stórum ám og fljótum‏. Fiskurinn dreifir sér mikið ef aðstæður leyfa í ferskvatni og er talið að hann sé búinn að dreifa sér í um áttatíu lönd með vatnaleiðum.

Útlit og stærð[breyta | breyta frumkóða]

Silfurkarpi hefur stóran haus. Augun eru staðsett neðarlega á hausnum eða rétt fyrir aftan munninn og beinast niður á við. Stór munnur en ekki tenntur. Hann hefur slétt bak aftur að ugga. Hann getur að meðaltali verið 60 til 100 sentímetrar að lengd en ‏þeir geta orðið allt að 140 sentímetrar að lengd og ‏þá vegið hátt í 50 kíló. Hann hefur nokkuð þykkan beingarð en þó er ekki mikið mál að flaka fiskinn.

Litur[breyta | breyta frumkóða]

Nafnið silfurkarpi er bendir til litar hans, en ‏þegar ‏fiskurinn er ungur hefur hann mjög silfraðan búk. Þegar hann eldist tekur silfurliturinn að dvína og fær á sig grænan lit á bakið. Silfurliturinn helst á maganum hins vegar. Hreistrið á þeim er mjög smágert.

Veiðar[breyta | breyta frumkóða]

Afli silfur karpa hjá Kína frá 1950 til 2015.
Afli silfur karpa í prósentum eftir þjóðum árið 2015.

Tegundin er ein mikilvægasta eða sú mikilvægasta sem er ræktuð á heimsvísu fiskeldi. Árið 1995 var ræktað um það bil 2,5 milljón tonn af silfurkarpa en svo árið 2014 er magnið komið í tæp 5 milljón tonn. Kínverjar tróna á toppinum yfir ræktun í fiskeldum á honum en einnig eru Indland og Bangladess með mikla ræktun á silfurkarpa. Rússland og Íran koma svo á eftir ‏fyrrnefndum löndum í afla fyrir ræktun á fisknum. Ekki fæst hátt verð fyrir silfurkarpa í Kína og hafa þeir ræktað fiskinn lengst af öðrum ‏þjóðum. Í löndum sem veiða fiskinn er hann oftast seldur ferskur og ‏þá nálægt ‏þeim stað sem hann var veiddur, gjarnan tengist menningin fisknum og eru ‏því íbúar á þeim stað helstu neytendur. Flutningur milli landa er ekki mikill af tegundinni, hins vegar er að byrja vettvangur fyrir útflutning á silfurkarpa frá Bandaríkjunum til Kína núna síðustu ár.

Fæða[breyta | breyta frumkóða]

Silfurkarpi síar vatnið og nærist á svifi. Þeir eru ekki með maga þar sem þeir eru sífellt að næra sig með því að sía svif. Samkeppni við aðrar tegundir fiska sem nærast á svifi er óumflýjanleg og eru til dæmi um það í Bandaríkjunum. Þeir eru með sterkt ónæmiskerfi og geta innbyrgt fæðu sem inniheldur eitur. Þeir vinna næringarefnin úr eitruðu fæðunni, en það getur verið hættulegt að borða suma silfurkarpa þar sem þeir geta innihaldið mikið magn eiturefna.

Útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Silfurkarpi hefur dreift sér vítt og breitt um heiminn en ‏þó eru staðir sem hann hefur ekki komist enn til. Ástralía og Suður-Ameríka eru á meðal ‏þeirra staða sem flokkurinn hefur ekki enn komist til. Silfurkarpi er mikið ræktaður í fiskeldum í Kína.

Bandaríkin[breyta | breyta frumkóða]

Silfurkarpi var fluttur inn lifandi til Norður Ameríku í kringum 1970 til aðtakmarka vöxt þörunga í fiskeldi og í afrennslisvatni sveitarfélaga. Hann slapp fljótt út í náttúruna og er mjög umdeildur þar í landi.

Silfurkarpi getur fjölgað sér mjög við hentugar aðstæður og stofninn getur orðið mjög stór og þar af leiðandi haft neikvæð áhrif á umhverfið sem hann lifir í sem og þær tegundir sem eru þar fyrir. Hann hefur dreift sér víða í Mississippifljót, Illinoisfljót, Ohifljót, Tennesseefljót, og Missourifljót sem eru meðal stærstu vatnsfalla í Bandaríkjunum. Ýmsar tegundir sem Bandaríkjamenn hafa verið vanir að stunda veiðar á eiga nú undir högg að sækja vegna fjölgunar silfurkarpa, en það hefur slæm áhrif á markað þeirra fiskitegunda.

Silfurkarpi er þekktur fyrir það að stökkva upp úr vatni þegar að umhverfi hans er truflað af til dæmis vélbát. Hann getur stokkið allt að 3 metra upp úr vatninu. Mörg tilfelli hafa orðið að litlir bátar verði fyrir skemmdum þegar þeir sigla hratt fram hjá stórum hóp silfurkarpa. Menn hafa einnig orðið fyrir skaða af fisknum. Slys hafa orðið þar sem silfurkarpi stekkur þegar bátur kemur aðvífandi og fiskurinn lendir á manneskju um borð. Tilkynnt hefur verið um kjálkabrot sökum silfurkarpa í Bandaríkjunum.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Hypophthalmichthys molitrix“.
  • „Hypophthalmichthys molitrix“.
  • „Hypophthalmichthys molitrix“.

„Hypophthalmichthys molitrix“.

„Asian Carp Overview“.

"Silent Invaders" Asian Carp 2013“.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.