Sigtún (skemmtistaður)
Útlit
Sigtún var skemmti- og veitingastaður sem opnaður var árið 1963 að Thorvaldsensstræti 2 við Austurvöll í Reykjavík, í húsi sem gekk undir nafninu Sjálfstæðishúsið. Eigandi staðarins var Sigmar Pétursson. Sigtún var rekið í húsnæðinu til ársins 1973 en ári síðar opnaði Sigmar stóran nýjan skemmtistað undir sama nafni við Suðurlandsbraut 26. Staðurinn var rekinn þar til ársins 1987.