Sigríður Tómasdóttir (í Brattholti)
Útlit
(Endurbeint frá Sigríður Tómasdóttir)
Sigríður Tómasdóttir (í Brattholti) (24. febrúar 1871 -1957) er þjóðþekkt kona á Íslandi fyrir framtak sitt til verndunar Gullfoss og annarra fossa, en hún barðist af einurð gegn áformum um virkjun fossins og var brautryðjandi á sviði náttúruverndar. Árið 2011 opnaði umhverfisráðherra fræðslustíg sem kenndur er við Sigríði við Gullfoss, þar sem er að finna upplýsingar um fossinn og baráttu Sigríðar fyrir verndun hans[1].
Náttúruverndarviðurkenning
[breyta | breyta frumkóða]Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í Brattholti var veitt í fyrsta sinn í tilefni 20 ára afmælis umhverfisráðuneytisins árið 2010. Síðan þá hefur viðurkenningin verið veitt árlega.
Verðlaunahafar
[breyta | breyta frumkóða]- 2010: Sigrún Helgadóttir[2]
- 2011: Þóra Ellen Þórhallsdóttir[3]
- 2012: Hjörleifur Guttormsson[4]
- 2013: Vigdís Finnbogadóttir
- 2014: Tómas Knútsson
- 2015: Björn Halldórsson, Elisabeth Hauge og Völundur Jóhannesson
- 2016: Kolbrún Úlfsdóttir, Jóhannes Haraldsson og Stella Guðmundsdóttir.[5]
- 2017: Sigþrúður Jónsdóttir[6]
- 2018: Sveinn Runólfsson[7]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Umhverfisráðuneytið. „Ráðherra opnar Sigríðarstíg við Gullfoss“. Sótt 16. mars 2013.
- ↑ Umhverfisráðuneytið. „Viðurkenningar veittar á degi umhverfisins“. Sótt 16. mars 2013.
- ↑ Umhverfisráðuneytið. „Viðurkenningar fyrir starf að umhverfismálum“. Sótt 16. mars 2013.
- ↑ Umhverfisráðuneytið. „Verðlaunahafar á Degi íslenskrar náttúru“. Sótt 16. mars 2013.
- ↑ Umhverfisráðuneytið. „Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í Brattholti“ Geymt 11 ágúst 2019 í Wayback Machine Sótt 11. ágúst 2019
- ↑ Umhverfisráðuneytið. „Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í Brattholti“ Geymt 11 ágúst 2019 í Wayback Machine sótt 11. ágúst 2019.
- ↑ Ruv.is, „Sveinn hlaut náttúruverndarviðurkenninguna“ sótt 11. ágúst 2018.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Unnur Birna Karlsdóttir. 2005. „Gulls ígildi“. Skírnir - tímarit hins íslenska bókmenntafélags, Haust 2005. 179. ár: 262.