Fara í innihald

Semikomma

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Semikomma eða semíkomma ( ; ) er greinarmerki sem er einkum notað til að tengja saman tvær nátengdar setningar.[1] Semikomma er þó alla jafna notuð í staðinn fyrir punkt á milli tveggja setninga þar sem seinni setningin táknar afleiðingu eða andstæðu þeirra fyrstu.

Semikomma getur einnig verið notuð í upptalningu til að greina sams konar hluti frá öðru.[2]

Tákn um að lifa af sjálfsvígshugsanir[breyta | breyta frumkóða]

Stundum er sagt að semikomma í texta komi þar sem setning hefði getað endað en höfundur kýs að halda áfram. Af þeim sökum er semikomma notuð sem merki þeirra sem hafa verið komnir að sjálfsvígi, en hafa hætt við og kosið að halda áfram að lifa.

Dæmi um notkun semikommu[breyta | breyta frumkóða]

Almenn notkun[breyta | breyta frumkóða]

  • Hún kom seint heim frá flugvellinum; hún var því þreytt daginn eftir.

Upptalning[breyta | breyta frumkóða]

  • Mig vantar mjólk, egg, hveiti; flugelda, kveikjara, rakettur; ritföng, pappír og liti.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Ingibjörg Axelsdóttir; Þórunn Blöndal (2000). Handbók um ritun og frágang. Iðunn. bls. 63. ISBN 9979-1-0389-2.
  2. „Í hvaða tilfellum notar maður semíkommu?“. Vísindavefurinn. Sótt 24. maí 2023.