Merkingarfræði
Útlit
(Endurbeint frá Semantics)
Merkingarfræði (enska semantics, úr grísku sēmantiká, fleirtala af sēmantikós) er fræðigrein sem fæst við rannsóknir á merkingu. Þeir sem leggja stund á greinina kallast merkingarfræðingar. Merkingarfræðin fæst við vensl orðs og þess sem það vísar til, nánar tiltekið tengsl tákna af ýmsu tagi og þess sem táknað er. Merkingarfræði innan málvísinda er rannsókn á merkingu sem tjáð er með tungumálinu. Aðrar tegundir merkingarfræði eru merkingarfræði forritunarmála, merkingarfræði innan rökfræði og táknfræði.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Merkingarfræði.