Fara í innihald

Selárdalslaug

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Selárdalslaug stendur við bakka Selá og var byggð í sjálfboðavinnu af félagsmönnum Einherja árið 1950.

Staðsetning

[breyta | breyta frumkóða]

Selárdalslaug stendur við bakka Selár þar sem hún rennur í grunnu gljúfri. Leitun er að jafn fagurri staðsetningu fyrir sundlaug enda laugin rómuð fyrir umhverfi sitt. Laugin er nokkuð langt frá Vopnafjarðarkaupstað, 12km, þar af 3 km. langur afleggjari með bundnu slitlagi frá þjóðveginum.

Aðstaða er allgóð en ber þess merki að laugin er komin til ára sinna. Laugin sjálf er ekki mjög stór, 12,5 m á lengd og 6 m á breidd. Laugin er yfirleitt um þrjátíu og þriggja gráðu heit. Heitur pottur er við laugina. Sólbaðsaðstaða er við laugina á stórum trépalli með skjólveggjum. Þar eru einnig borð og stólar svo gestir geta borðað nestið sitt eða þegið kaffisopa sem boðið er upp á á gæslutíma. Skjólsælt er í gljúfrinu. Heita vatnið kemur upp úr heitri laug við sundlaugina, auk þess sem borholur frá seinni árum leggja sitt að mörkum.

Laugin var byggð sumarið 1949 í samvinnu sveitarfélagsins og félagsmanna í Einherja, ungmennafélagi Vopnafjarðar. Byggðu þeir laugina að mestu í sjálfboðavinnu og var hún vígð sumarið 1950. Endurbætur hafa verið gerðar á lauginni og er hún í ágætu ástandi, ávallt hefur þess verið gætt að halda umhverfi laugarinnar snyrtilegu. Þá hefur verið hugað að aðgengismálumþannig að hreyfihamlaðir komast að sturtudyrum, sturtustóll er til staðar og lyfta fyrir hreifihamlaða. Þá eru konar tröppur með handriði ofan í grynnri enda laugarinnar. Fram undir 1975 var sundkennslu þannig háttað að nemendur dvöldu hálfan mánuð í vist í húsum laugarinnar og mun oft hafa verið glatt á hjalla á þessum sundnámskeiðum.

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.