Ungmennafélagið Einherji
Ungmennafélagið Einherji | |||
Fullt nafn | Ungmennafélagið Einherji | ||
Gælunafn/nöfn | Einherjar | ||
---|---|---|---|
Stofnað | 1. desember 1929 | ||
Leikvöllur | Vopnafjarðarvöllur | ||
Stærð | N/A | ||
Stjórnarformaður | Linda Björk Stefánsdóttir | ||
Knattspyrnustjóri | Akim Armstrong | ||
Deild | 4. deild karla | ||
2021 | 11. sæti í 3. deild (fall) | ||
|
Ungmennafélagið Einherji er íslenskt íþróttafélag frá Vopnafirði. Félagið var stofnað árið 1929. Einherji, eins og félagið er kallað í daglegu tali, heldur úti öflugu yngri flokka starfi í knattspyrnu og blaki og meistaraflokki karla í knattspyrnu. Félagið er nefnt eftir einherjum úr norrænni goðafræði.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Félagið var stofnað í Félagsheimilinu Miklagarði á Vopnafirði 1. desember 1929 sem Íþróttafélagið Einherjar. Fyrsti formaður félagsins var Ingólfur Erlendsson. Nafni félagsins var breytt í Ungmennafélagið Einherjar árið 1943 og seinna var því breytt í Ungmennafélagið Einherji.
Árið 1974 tók félagið í fyrsta skipti þátt í Íslandsmótinu í knattspyrnu; í gömlu 3. deildinni (2. deild karla). Á síðari hluta áttunda áratugsins var liðið oft nálægt því að tryggja sér sæti í 2. deild (1. deild karla). En árið 1981 komst liðið loks upp um deild eftir að hafa slegið Grindavík út í umspili um sæti í 1. deild. Á níunda áratugnum lék liðið alls sex leiktíðir í næstefstu deild og náði sínum besta árangri árið 1986. Þá lenti liðið í 5. sæti 1. deildar eftir að hafa verið í toppbaráttu fram á næstsíðustu umferð. Árið 1990 hafði liðið fallið niður um tvær deildir; alla leið niður í D deild. Liðið hefur ekki komist ofar síðan þá.
Þjálfarar
[breyta | breyta frumkóða]
|
|
Leikmenn
[breyta | breyta frumkóða]Leikmenn meistaraflokks karla í knattspyrnu
[breyta | breyta frumkóða]Ath: Fánar eru tákn fyrir það þjóðerni sem skráð eru hjá FIFA. Leikmenn gætu haft fleiri en eitt ríkisfang.
|
|
Met leikmanna
[breyta | breyta frumkóða]Flestir deildaleikir
[breyta | breyta frumkóða]Flest deildamörk
[breyta | breyta frumkóða]Frá 11. júlí 2019
Tölfræði vantar frá árunum 1974 til 1981