Segulskekkja
Útlit
Segulskekkja er skekkja sem stafar af segulmögnuðu járni í námunda við áttavita, til dæmis járni í skrokki skips eða flugvélar. Skekkjan er mæld sem hornið milli segulnorðurs og kompásnorðurs. Ef áttavitinn er fastur á tilteknum stað (til dæmis í nátthúsi) er hægt að mæla segulskekkjuna og leiðrétta fyrir henni. Í föstum áttavitum eru oft leiðréttingartæki úr deigjárni. Þannig eru hefðbundin nátthús gjarnan búin flindersstöng og/eða kúlum með deigjárni til að draga úr segulskekkju.
Segulskekkja er eitt af því sem leiðrétta þarf fyrir þegar lesið er af áttavita, ásamt misvísun milli segulnorðurs og rétts norðurs, og staðbundnum segultruflunum sem stafa af missterku segulsviði í jarðskorpunni.