Fara í innihald

Misvísun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skýringarmynd sem sýnir misvísun milli landfræðilegs norðurs, Ng og segulnorðurs, Nm

Misvísun er hornið milli segulnorðurs, þangað sem nál áttavita bendir, og rétts norðurs, sem er stefnan á Norðurpólinn. Þetta horn er misstórt eftir því hvar á hnettinum maður er staddur þar sem það eykst eftir því sem nær dregur jarðskautunum, og líka breytilegt í tíma þar sem segulskautið er ekki kyrrt heldur færist um nokkra tugi kílómetra á hverju ári. Leiðrétta þarf fyrir misvísun, eins og segulskekkju og segultruflunum, þegar tekin er rétt stefna á áttavita.

Áætluð misvísun fyrir tiltekið landsvæði á tilteknum tíma er gefin út á sjókortum og almanökum eins og Almanaki Háskóla Íslands. Misvísun á Íslandi getur numið tugum gráða.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.