Fara í innihald

Segultruflanir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort sem sýnir segultruflanir við neðansjávarhryggina Juan de Fuca og Gorda við vesturströnd Ameríku

Segultruflanir eru staðbundnar truflanir á áttavita sem stafa af missterku segulsviði í jarðskorpunni eða segulsviði kletta. Slíkar segultruflanir eru að jafnaði litlar (á milli 25.000 og 65.000 nanóteslur (nT)). Þær mynda rákir sem liggja samsíða neðansjávarhryggjum og eru mikilvægar til að áætla aldur jarðskorpunnar þar sem segulsvið jarðar umpólast á nokkur hundruð ára fresti.

Segultruflanir eru stundum merktar inn á sjókort þar sem ástæða er til að leiðrétta fyrir þeim, eins og misvísun og segulskekkju.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.