Savanna-tríóið (plata)
Útlit
Savanna-tríóið | |
---|---|
EXP-IM 107 | |
Flytjandi | Savanna-tríóið, Gunnar Sigurðsson |
Gefin út | 1963 |
Stefna | Dægurlög |
Útgefandi | Íslenzkir tónar |
Platan Savanna-tríóið er 45-snúninga hljómplata gefin út af Íslenzkum tónum árið 1963. Á henni flytur Savanna-tríóið fjögur lög. Tríóið skipa Troels Bendtsen, Björn Björnsson og Þórir Baldursson. Gunnar Sigurðsson leikur með tríóinu á bassa. Útsetningar: Þórir Baldursson. Platan er hljóðrituð í mono. Upptaka: Ríkisútvarpið. Ljósmynd: Rúnar Gunnarsson. Pressun: AS Nera í Osló.
Lagalisti
[breyta | breyta frumkóða]- Á Sprengisandi - Lag - texti: Sigvaldi Kaldalóns - Grímur Thomsen
- Kvölda tekur, sest er sól - Lag - texti: Íslenskt þjóðlag og vísa
- Suðurnesjamenn - Lag - texti: Sigvaldi Kaldalóns - Ólína Andrésdóttir - ⓘ
- Gilsbakkaþula - Lag - texti: Íslenskt þjóðlag - Kolbeinn Þorsteinsson