Saurvogsvatn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sørvágsvatn.
Vatnið séð frá Trælanípunni.

Saurvogsvatn (færeyska: Sørvágsvatn, einnig Vatnið og Leitisvatn) er stöðuvatn á eyjunni Vogum í Færeyjum. Vatnið er stærsta vatn Færeyja og er 3,4 ferkílómetrar að flatarmáli. Það liggur á milli bæjarfélaganna Saurvogs, Miðvogs og Vatnsoyra.

Landafræði[breyta | breyta frumkóða]

Vatnið er 6 kílómetrar að lengd og allt að 800 metrar á breidd. Mesta dýpi er 59 metrar og er það dýpsta stöðuvatn Færeyja. Í suðri fellur Bøsdalaá úr því í fossinum Bøsdalafossi, sem er hæsti foss eyjanna, um 30 metrar, og fellur beint út í Atlantshafið. Þar rétt hjá er Trælanípa (142 m). Sagt er að á víkingatímanum hafi óvinnufærum þrælum verið varpað þaðan í hafið. Við norðurenda vatnsins er þorpið Vatnsoyrar sem er eina bæjarfélag Færeyja sem liggur ekki að sjó.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Við upphaf hernáms Breta í seinni heimsstyrjöld var vatnið notað sem bækistöð sjóflugvéla, þar til lokið var við byggingu Vogaflugvallar.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]