Miðvogur
Útlit
Miðvogur (færeyska: Miðvágur, danska: Midvåg) er þorp á eyjunni Vogum í Færeyjum og hluti af sveitarfélaginu Vogum. Íbúar eru 1.035 (2014). Fiskiðnaður er helsta atvinnugreinin.
Í kirkjugarðinum liggja breskir hermenn sem létust í seinni heimsstyrjöld. Stríðssafn er í bænum. Fornt torfhús, Kálvalíð, er í Miðvogi og er það sennilega frá miðöldum. Í dag er það safn.
Sumarhátíðin Vestanstevna, sem svipar til Ólafsvöku, er haldin af Miðvogi, Sandavogi og Saurvogi í júlí. Knattspyrnufélagið MB (Miðvágs Bóltfelag) og róðrarfélagið Miðvágs Róðrarfelag eru helstu íþróttafélögin.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Miðvogur.
Fyrirmynd greinarinnar var „Miðvágur“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 18. apríl 2017.