Sarpur (gagnasafn)
Útlit
Sarpur er gagnasafn sem gefur aðgang að aðfangaskrám margra íslenskra minjasafna, listasafna og ljósmyndasafna. Kerfið var þróað af Þjóðminjasafni Íslands í samstarfi við hugbúnaðarfyrirtækið Hugvit hf. Fyrsta útgáfa þess kom út árið 1998 en upphaflega var Sarpur einungis opinn aðildarstofnunum. Opin ytri vefútgáfa kom út árið 2013 og sama ár tók Landskerfi bókasafna við rekstri kerfisins.
Árið 2017 voru aðildarsöfn Sarps 50 talsins og þar var að finna rúmlega 1,2 milljón færslur.