Bækur.is
Útlit
Bækur.is er rafrænt bókasafn með stafrænum endurgerðum íslenskra bóka, bæklinga og ýmis konar sérprents sem Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn varðveitir. Hægt er að fletta bók á vefnum síðu fyrir síðu eða sækja ritið í heild sinni á PDF-sniði. Vefurinn var opnaður 1. desember 2010. Þar voru árið 2017 rúmlega 1300 mynduð verk, eða samtals rúmar 420.000 síður, þau elstu frá 16. öld og þau yngstu nokkurra ára gömul. Sum ritin á bækur.is eru enn í höfundarétti en leyfi rétthafa hefur fengist fyrir því að gefa þau þar út.
Meðal bóka sem er að finna á vefnum eru Íslenzkt fornbréfasafn (1899-1902), Íslenzkar æviskrár (1950), Lovsamling for Island (1855) og Guðbrandsbiblía (1584).