Fara í innihald

Málið.is

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Málið.is er leitargátt fyrir nokkur gagnasöfn um íslensku frá Stofnun Árna Magnússonar. Gagnasöfnin eru beygingalýsing íslensks nútímamáls (BÍN), íslenska stafsetningarorðabókin, orðabók íslensks nútímamáls, íslenskt orðanet, málfarsbankinn, íðorðabankinn og íslensk orðsifjabók. Með leitargáttinni er hægt að leita samtímis í öllum þessum gagnasöfnum. Málið.is var opnað á degi íslenskrar tungu 16. nóvember 2016.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.