Sara Riel
Sara Riel (f. 19. maí 1980) er íslensk myndlistarkona úr Reykjavík, Hún gekk í Listaháskóla Íslands og árið 2001 gekk hún Weißensee listaháskólanum í Berlín og útskrifaðist þaðan 2006. Sara hefur unnið að fjölbreyttum verkum í gegnum árin en hún er líklegast þekktust fyrir strætislist/graffiti verk sín.
Hægt er að tengja stíl Söru við grafíska hönnun, myndskreytingar, teiknimyndir og hefðbundna graffiti list en hún vinnur með ýmsa miðla svosem vidjó, málverk, ljósmyndun og teikningu. Sara segist sjálf dansa á ósýnilegri línu á milli myndlistar og hönnun.
Sara er í félagi í alþjóðlegu graffitilistagengi sem nefnist Big Geezers og í Myndhögvara félagi Reykjavíkur. Sara hefur tekið þátt í ótal samsýningum og þó nokkrum einkasýninngum víðsvegar um heiminn Evrópu, Kína, Japan, Canada, Íran, Bandaríkjunum og hérlendis hefur hún haldið sýningar í Listasafni Akureyrar, Kling Bang, Listasafni Árnesinga, Safnasafninu og Listasafni Reykjavíkur.[1]
Sara Riel hefur hlotið nokkrar viðurkenningar meðal annars Guðmunduverðlaunin, heiðursverðlaun Baileys og Listastyrk Svavars Guðnasonar og Ástu Eiriksdóttur.[2]
Vegglistaverk Söru hafa fengið góðar viðtökur og nú vinnur hún að röð vegglistaverka sem hvert á að tákna eitt af sex ríkidæmum náttúrunnar. Á sýningunni Slangur á Listasafni Árnesinga eru ljósmyndir af verkum sem Sara gerði árið 2006 en verkin eru hús víðsvegar um landið þar sem Sara hefur graffað slanguryrði og prufar með liti og letur.[3]
Markmiðið hennar er að endurspegla, endursegja og endurraða þáttum úr nátturunni og sögusögnum. Útkomuna úr rannsóknum sínum færir hún í stílinn. Stíllinn á uppruna sinn í grafískri hönnun, teiknimyndum/myndskreytingum og strætislist/graffiti. Hún reynir að dansa á ósýnilegri línu á milli myndlistar og hönnunar.[1]
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 Sara Riel Endemi. Geymt 30 nóvember 2012 í Wayback Machine
- ↑ Sara Riel hlýtur Guðmunduverðlaunin Morgunblaðið
- ↑ Til sjávar og sveita í Listasafni Árnesinga Hveragerði. Geymt 15 mars 2013 í Wayback Machine