Fara í innihald

Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann eða SÁÁ eru íslensk samtök sem voru stofnuð til að berjast gegn áfengis- og vímuefnavanda á Íslandi. Starfssvæði SÁÁ er landið allt. Tilgangur SÁÁ er að sjá til þess að fólk með fíknsjúkdóma og aðstandendur þeirra eigi ávallt völ á bestu fáanlegri sjúkrameðferð og endurhæfingu í samræmi við 2.grein í samþykktum[1] þeirra:

"2. grein Tilgangur

Tilgangur SÁÁ er:

1. Að vinna gegn vanþekkingu og fordómum á fíknvanda og því sem honum tengist og hafa áhrif á almenningsálitið með fræðslu um eðli fíknsjúkdóma.

2. Að starfrækja afeitrunar- og endurhæfingarmeðferð fyrir fólk með fíknsjúkdóma.

3. Að starfrækja göngudeild fyrir fólk með fíknsjúkdóma og aðstandendur þeirra.

4. Að starfrækja fræðslu og meðferð fyrir aðstandendur fólks með fíknsjúkdóma, þ.m.t. börn.

5. Að vinna að fræðslu og fyrirbyggjandi aðgerðum sem og endurhæfingu skjólstæðinga sinna.

6. Að styrkja til sérmenntunar starfsfólk til ofangreindrar starfsemi, svo og til annarra starfa málefninu viðkomandi.

7. Að skipuleggja sjálfboðaliðastörf og afla fjár til reksturs SÁÁ.

8. Að afla og koma á framfæri til almennings upplýsingum um eðli og umfang þess vanda sem stafar af notkun áfengis og annarra vímuefna.

9. Að leita samvinnu við og styrkja þá starfsemi, sem berst raunhæft við fíknsjúkdóma og afleiðingar þeirra.

10. Að tryggja fólki með fíknsjúkdóma og aðstandendum þeirra læknishjálp og meðferð í heilbrigðis- og almannatryggingakerfinu án þess að sú sjúkdómsgreining leiði til skerðingar.

11. Að vinna að fræðslu og menntun fagstétta sem starfa á sviði heilbrigðisvísinda að lækningu, umönnun og meðferð fólks með fíknsjúkdóma og aðstandenda þeirra.

12. Að tryggja að í heilbrigðisþjónustu SÁÁ starfi fagfólk úr ýmsum greinum heilbrigðisþjónustunnar. Starfsfólkið skal veita þeim sem leita til SÁÁ vegna fíknsjúkdóma, heilbrigðisþjónustu í hæsta gæðaflokki.

13. Að tryggja að í heilbrigðisþjónustu SÁÁ verði rekið og stundað öflugt vísindastarf. Rannsakendur á vegum SÁÁ skulu leitast við að stunda og eiga aðild að vísinda- og rannsóknarstarfi í samstarfi, á innlendum og alþjóðlegum vettvangi.

14. Að vinna að samstarfi við framhaldsskóla og háskóla um menntun á sviðum heilbrigðisvísinda. Á aðalfundi SÁÁ skal gera grein fyrir samstarfi og rannsóknum, ásamt áætlunum um vísindarannsóknir.

Tilgangi sínum hyggst SÁÁ ná með því að sameina leika sem lærða til baráttu, sem byggð er á þekkingu. SÁÁ,sem slíkt er ekki bindindisfélag og vill forðast boð og bönn og hverskonar sleggjudóma."

SÁÁ vinnur einnig að fræðslu og forvörnum. Opinberir aðilar kosta um tvo þriðju af starfsemi samtakanna, en einn þriðji er fjármagnaður af samtökunum sjálfum. Starfsemin beinist fyrst og fremst að fólki með fíknsjúkdóma og aðstandendum þeirra, en mun fleiri njóta þjónustunnar beint eða óbeint. Erfitt er að gera sér grein fyrir hversu margir hafa árlega samband við starfsfólk samtakanna til að leita eftir upplýsingum eða þjónustu, en varlega áætlað má gera ráð fyrir að það séu yfir um 10.000 einstaklingar á hverju ári.[heimild vantar]

SÁÁ byggir meðferðarstarf sitt á tiltækri vísindalegri þekkingu í læknisfræði, sálarfræði og félagsvísindum og nálgunin er einstaklingsmiðuð. Vaxandi vísindaleg þekking um fíknisjúkdóma og meðferð þeirra leiðir sífellt af sér nýjungar í þjónustunni. þannig hafa samtökin byggt upp alhliða meðferð sem kemur til móts við flesta einstaklinga og undirhópa í hópnum sem til samtakanna leita og býður meðferð sem stenst strangar faglegar kröfur.

Meðferð SÁÁ fer fram á fimm stöðum, Sjúkrahúsinu Vogi, Meðferðarstöðinni Vík, Göngudeildum í Reykjavík og á Akureyri og svo Búsetuúrræðinu Vin. Meðferðin er aðgengileg öllum sem þurfa, en sérstakar meðferðarleiðir eru sniðnar sérstaklega að þörfum kvenna, unglinga, endurkomukarla, karla eldri en 55 ára eða að þörfum þeirra sem eru minna veikir eða betur félagslega staddir. Á heimasíðu SÁÁ er að finna margvíslegar upplýsingar um starfsemina, eðli sjúkdómsins og þau úrræði sem þeim sem í vanda eru staddir standa til boða. Meðferðin getur verið mjög mismunandi og fer eftir því hversu alvarlegur vandinn er, allt frá einu viðtali í viðamikla meðferð.

Hjá SÁÁ er einnig rekin þjónusta fyrir fjölskyldur og aðstandendur fólks með fíknsjúkdóma.

Í Stjórn SÁÁ sitja 48 einstaklingar, kjörnir til þriggja ára, 16 árlega.

Aðalstjórn SÁÁ - Aðalmenn
kjörnir 2021 kjörnir 2022 kjörnir 2023
Agnar Víðir Bragason Bubbi Morthens Anna Hildur Guðmundsdóttir
Ásdís Guðmundsdóttir Halldóra Ingunn Jónasdóttir Anna Margrét Kornelíusdóttir
Ásmundur Friðriksson Helga Haraldsdóttir Arna Jakobsdóttir
Björk Ólafsdóttir Helga Guðrún Óskarsdóttir Brynja Rós Bjarnadóttir
Bryndís Morrison Hrafnkell Tumi Kolbeinsson Davíð Björn Kjartansson
Einar Axelsson Ingi Þór Eyjólfsson Gróa Ásgeirsdóttir
Ellen Guðmundsdóttir Íris Ósk Ólafsdóttir Guðrún Þorgerður Ágústsdóttir
Gísli Stefánsson Kristmundur R Carter Gunnar Hersveinn
Grétar Örvarsson Ólafur William Hand Hilmar Kristensson
Guðmundur Örn Jóhannsson Óskar Torfi Viggósson Hólmfríður Berentsdóttir
Jóhannes Baldur Guðmundsson Ragnar Þór Reynisson Jón Páll Hallgrímsson
Kristbjörg Halla Magnúsdóttir Sigurður Friðriksson Jóna Eydís Sigurjónsdóttir
Pétur Einarsson Stefanía Sörheller Sigurður Gunnsteinsson
Ragnheiður Dagsdóttir Sveinbjörn Hrafnsson Sigurður Ragnar Guðmundsson
Svala Ísfeld Ólafsdóttir Tinna Hrund Hlynsdóttir Stefán Garðarsson
Þórarinn Ingi Ingason Tolli Morthens Þráinn Farestveit
Félagslegir skoðunarmenn Varamenn (röð eftir hlutkesti)
Gunnar Örn Ólafsson Sara Karlsdóttir
Þór Fannar Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir
Vara félagslegir skoðunarmenn Gísli Sveinn Loftsson
Ágúst Jónatansson Óðinn Svan
Inga Hrönn Ketilsdóttir Gísli Tryggvason
Theódór Skúli Halldórsson
Petra Jónsdóttir

Framkvæmdastjórn SÁÁ er skipuð níu einstaklingum sem kjörin eru úr hópi aðalstjórnarfólks til eins árs. Tímabilið 2023 til 2024 sita í framkvæmdastjórninni:

Framkvæmdastjórn SÁÁ
Formaður
Anna Hildur Guðmundsdóttir
Varaformaður
Þráinn Farestveit
Ritari
Gróa Ásgeirsdóttir
Meðstjórnendur
Ásmundur Friðriksson
Björk Ólafsdóttir
Óskar Torfi Viggósson
Ragnar Þór Reynisson
Ragnheiður Dagsdóttir
Sigurður Ragnar Guðmundsson

Samtök áhugafólks um áfengisvandann voru stofnuð í Háskólabíó 1. október 1977. Markmiðið var að setja á fót afeitrunar- og meðferðarstöðvar fyrir alkóhólista á Íslandi. Samtökin hófust strax handa og fengu inni með afeitrunarstarfssemi í Reykjadal, þar sem á sumrin eru reknar sumarbúðir barna. Vorið 1978 var afeitrunin flutt í Langholtsskóla yfir sumarið en með haustinu var starfssemin flutt að Silungapolli þar sem hún var til húsa þar til Sjúkrahúsið Vogur opnaði nýbyggt í desember 1983.

Í nóvember 1977 opnaði Fræðslu- og leiðbeiningarstöð í Lágmúla í Reykjavík. Hún þróaðist síðar yfir í Göngudeild SÁÁ sem enn er starfandi. 1980 fluttist deildin í Síðumúla 3-5 og svo í VON, nýtt og glæsilegt húsnæði SÁÁ í Efstaleiti 7 í október 2006..

14. ágúst 1978 var eftirmeðferðarheimilið að Sogni opnað. Eftirmeðferðin var á Sogni til ársins 1991, þegar meðferðin fluttist að Vík á Kjalarnesi.

Eftirmeðferðarstöðin að Staðarfelli var opnuð í nóvember 1980 og starfaði þar, þar til öll inniliggjandi eftirmeðferð SÁÁ var sameinuð á nýuppbyggðri Vík 1. mars 2018.

........................................

  1. samþykktum