Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann eða SÁÁ eru íslensk samtök sem voru stofnuð til að berjast gegn áfengis- og vímuefnavanda á Íslandi. Aðalmarkmið samtakanna er að sjá til þess að alkóhólistar, vímuefnafíklar og aðstandendur þeirra eigi ávallt völ á bestu fáanlegri sjúkrameðferð og endurhæfingu.

Samtökin vinna einnig að forvörnum. Opinberir aðilar kosta um tvo þriðju af starfsemi samtakanna, en einn þriðji er fjármagnaður af samtökunum sjálfum. Þó að starfsemin beinist fyrst og fremst að alkóhólistum, vímuefnafíklum og aðstandendum þeirra njóta miklu fleiri þjónustunnar beint eða óbeint. Erfitt er að gera sér grein fyrir hversu margir hafa samband við starfsmenn samtakanna til að leita eftir upplýsingum eða þjónustu á hverju ári, en ekki er ólíklegt að þeir séu um 10.000.[heimild vantar]

Meðferð[breyta | breyta frumkóða]

Samtökin byggja meðferðarstarf sitt á tiltækri vísindalegri þekkingu í læknisfræði, sálarfræði og félagsvísindum og binda sig því ekki við neina eina meðferðarhugmynd. Vaxandi vísindaleg þekking um fíknisjúkdóma og meðferð þeirra leiðir sífellt af sér nýjungar í þjónustunni. þannig hafa samtökin byggt upp alhliða meðferð sem kemur til móts við flesta einstaklinga og undirhópa í sjúklingahópnum sem til samtakanna leita og býður meðferð sem stenst strangar faglegar kröfur.

Meðferðin fer ýmist fram á göngudeild eða á sjúkrastofnun. Hún er sniðin sérstaklega að þörfum kvenna, unglinga, endurkomukarla, karla eldri en 55 ára eða að þörfum þeirra sem eru minna veikir eða betur félagslega staddir. Á heimasíðu samtakanna er að finna margvíslegar upplýsingar um starfsemina, eðli sjúkdómsins og þau úrræði sem þeim sem í vanda eru staddir standa til boða. Meðferðin getur verið mjög mismunandi og fer eftir því hversu alvarlegur vandinn er, allt frá einu viðtali í viðamikla meðferð.

Hjá SÁÁ er líka stuðningur fyrir aðstandendur alkóhólista og vímuefnafíkla.

Stjórn[breyta | breyta frumkóða]

Framkvæmdastjórn er skipuð skipuð níu mönnum. Arnþór Jónsson, er núverandi formaður samtakanna.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]