Samræmd stafsetning forn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Samræmd stafsetning forn var aðferð við að samræma stafsetningu í útgáfu norrænna miðaldabókmennta sem byggðist á íslensku eins og fyrstu málfræðingarnir lýstu henni um 1200. Þessi aðferð var ríkjandi í alþýðilegum útgáfum Íslendingasagna frá lokum 19. aldar fram að miðri 20. öld. Þessi stafsetning er notuð í útgáfum Hins íslenzka bókmenntafélags, þótt stafsetning hverrar útgáfu fari eftir aldri þeirra rita, sem um er að ræða. Í Morkinskinnu er t.d. notað ǫ til að tákna u-hljóðvarpið a > ǫ, en í Hákonar sögu gamla er notað ö. Þessi hljóðbreyting mun einmitt hafa orðið á 13. öld.

Þegar Ragnar í Smára og fleiri tóku upp á því að gefa út Laxdælu með lögboðinni nútímastafsetningu árið 1941 urðu út af því gríðarlegar deilur enda höfðu þá flestir vanist því að líta á samræmdu útgáfurnar sem hinn eina rétta texta. Ýmsir sem börðust fyrst gegn nýju útgáfunum, svo sem Árni í Múla, skiptu þó um skoðun síðar þegar ljóst þótti að nýja útgáfan breytti aðeins stafsetningu en ekki orðalagi.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.