Samlagningarandhverfa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Samlagningarandhverfa[1] (einnig samlagningarumhverfa)[1] einhverrar tölu n, er hugtak í stærðfræðinni sem á við tölu sem jafngildir núlli eða samlagningarhlutleysu[2] þegar hún er löggð saman við n. Samlagningarandhverfa tölunnar x væri þá talan -x, þar sem ef talan x og samlagningarandhverfa hennar -x eru lagðar saman fæst 0.

Samlagningarandhverfa tölunnar 14 er þá -14 vegna þess að

14 + (-14) = 0

samlagningarandhverfa tölunnar -14 er 14

(-14) + 14 = 0

og samlagningarandhverfa tölunnar -6 er 6 þar sem

(-6) + 6 = 0.

Heiltölur, ræðar tölur, tvinntölur og rauntölur eiga sér allar samlagningarandhverfu.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 Orðið „additive inverse“ í stærðfræðiorðasafni
  2. Hugtök Í STÆRÐFRÆÐI af vef Námsgagnastofnunar
    samlagningarandhverfa: tvær tölur, sem samanlagt eru samlagningarhlutleysa, eru samlagningarandhverfur; t.d. eru tölurnar 5 og (–5) samlagningarandhverfur af því að 5 + (–5) = 0