Sameinuð malón- og metýlmalónþvagsýring

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sameinuð malón- og metýlmalónþvagsýring (e. „Combined malonic and methylmalonic aciduria, CMAMMA“), einnig kölluð sameinaður malón- og metýlmalónblóðsúr er arfgengur efnaskiptasjúkdómur (e. „metabolic disease“) sem einkennist af auknu magni malónsýru og metýlmalónsýru.[1] Sumir vísindamenn hafa lagt fram þá tilgátu að CMAMMA gæti verið ein algengasta tegund metýlmalónískra blóðsúra og hugsanlega einn algengasti meðfæddi misbrestur efnaskipta.[2] Sökum ótíðra greininga er sjúkdómurinn oft ekki uppgötvaður.[2][3]

Einkenni og ummerki[breyta | breyta frumkóða]

Klínískar svipgerðir CMAMMA eru afar misleitar og eru allt frá einkennalausum, vægum til alvarlegra einkenna.[4][5] Undirliggjandi lífeðlismeinafræði þess er ekki þekkt.[6] Greint hefur verið frá eftirfarandi einkennum:

Þegar fyrstu einkennin koma fram í æsku eru þau líklegri til að vera millistig efnaskiptasjúkdóma, en hjá fullorðnum eru þau venjulega taugafræðileg einkenni.[2][5]

Orsök[breyta | breyta frumkóða]

Hægt er að skipta CMAMMA eftir orsökum í tvo aðskilda arfgenga kvilla: annar er skortur á hvatberaensíminu acyl-CoA í tengiensímaætt 3, kóðað af ACSF3 geninu (OMIM#614265); hinn kvillinn er skortur á malónýl-CoA dekarboxýlasa sem er kóðað af MLYCD geninu (OMIM#248360).[1][9]

Greining[breyta | breyta frumkóða]

Sökum fjölbreyttra klínískra einkenna og þeirri staðreynd að sjúkdómurinn kemst oft í gegnum nýburaskimanir ógreindur er talið að CMAMMA sé vanviðurkennt einkenni.[1][7]

Nýburaskimanir[breyta | breyta frumkóða]

Þar sem CMAMMA af völdum ACSF3 leiðir ekki til uppsöfnunar metýlmalónýl-CoA, malónýl-CoA eða própíónýl-CoA, né heldur sjást frávik í acýlkarnitínsniði, er CMAMMA ekki greint með hefðbundnum blóðskimunum nýbura.[5][2][7]

Sérstakt tilfelli er Quebec-hérað sem, auk blóðprufunnar, skimar einnig þvag á 21. degi eftir fæðingu með Nýburablóð- og þvagskimunaráætlun Quebec. Þetta gerir Quebec hérað áhugavert til CMAMMA rannsókna, þar sem þar er eini sjúklingahópurinn í heiminum án valbjögunar (e. „selection bias“).[7]

Hlutfall malónsýru og metýlmalónsýru[breyta | breyta frumkóða]

Með því að reikna út hlutfall malónsýru/metýlmalónsýru í blóðvökva er hægt að greina CMAMMA með skýrum hætti frá hefðbundnum metýlmalónískum blóðsúr. Þetta á bæði við um þá sem sýna svörun við B12 vítamíni og þá sem ekki svara meðferð með metýlmalóníska blóðsúra. Ekki hentar að nota malónsýrugildi og metýlmalónsýrugildi úr þvagi til að reikna út þetta hlutfall.[1]

Í tilfellum CMAMMA vegna ACSF3 er stig metýlmalónsýru hærra en stig malónsýru. Aftur á móti á hið gagnstæða við um CMAMMA vegna skorts á malónýl-CoA dekarboxýlasa.[8][7]

Erfðafræðileg próf[breyta | breyta frumkóða]

Hægt er að greina CMAMMA með greiningu á ACSF3 og MLYCD genunum. Framlengd skimun á smitberum meðan á frjósemismeðferð stendur getur einnig borið kennsl á stökkbreytingar í ACSF3 geninu.[10]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 de Sain-van der Velden, Monique G. M.; van der Ham, Maria; Jans, Judith J.; Visser, Gepke; Prinsen, Hubertus C. M. T.; Verhoeven-Duif, Nanda M.; van Gassen, Koen L. I.; van Hasselt, Peter M. (2016), Morava, Eva; Baumgartner, Matthias; Patterson, Marc; Rahman, Shamima (ritstjórar), „A New Approach for Fast Metabolic Diagnostics in CMAMMA“, JIMD Reports, Volume 30, Springer Berlin Heidelberg, 30. árgangur, bls. 15–22, doi:10.1007/8904_2016_531, ISBN 978-3-662-53680-3, PMC 5110436, PMID 26915364
  2. 2,00 2,01 2,02 2,03 2,04 2,05 2,06 2,07 2,08 2,09 2,10 2,11 2,12 NIH Intramural Sequencing Center Group; Sloan, Jennifer L; Johnston, Jennifer J; Manoli, Irini; Chandler, Randy J; Krause, Caitlin; Carrillo-Carrasco, Nuria; Chandrasekaran, Suma D; Sysol, Justin R (2011-09). „Exome sequencing identifies ACSF3 as a cause of combined malonic and methylmalonic aciduria“. Nature Genetics (enska). 43 (9): 883–886. doi:10.1038/ng.908. ISSN 1061-4036. PMC 3163731. PMID 21841779.
  3. Sniderman, Lisa C.; Lambert, Marie; Giguère, Robert; Auray-Blais, Christiane; Lemieux, Bernard; Laframboise, Rachel; Rosenblatt, David S.; Treacy, Eileen P. (1999-06). „Outcome of individuals with low-moderate methylmalonic aciduria detected through a neonatal screening program“. The Journal of Pediatrics (enska). 134 (6): 675–680. doi:10.1016/S0022-3476(99)70280-5.
  4. 4,0 4,1 4,2 Wang, Ping; Shu, Jianbo; Gu, Chunyu; Yu, Xiaoli; Zheng, Jie; Zhang, Chunhua; Cai, Chunquan (25. nóvember 2021). „Combined Malonic and Methylmalonic Aciduria Due to ACSF3 Variants Results in Benign Clinical Course in Three Chinese Patients“. Frontiers in Pediatrics. 9: 751895. doi:10.3389/fped.2021.751895. ISSN 2296-2360. PMC 8658908. PMID 34900860.
  5. 5,0 5,1 5,2 5,3 5,4 5,5 5,6 5,7 5,8 Alfares, A.; Nunez, L. D.; Al-Thihli, K.; Mitchell, J.; Melancon, S.; Anastasio, N.; Ha, K. C. H.; Majewski, J.; Rosenblatt, D. S. (1. september 2011). „Combined malonic and methylmalonic aciduria: exome sequencing reveals mutations in the ACSF3 gene in patients with a non-classic phenotype“. Journal of Medical Genetics (enska). 48 (9): 602–605. doi:10.1136/jmedgenet-2011-100230. ISSN 0022-2593.
  6. 6,0 6,1 6,2 Wehbe, Zeinab; Behringer, Sidney; Alatibi, Khaled; Watkins, David; Rosenblatt, David; Spiekerkoetter, Ute; Tucci, Sara (2019-11). „The emerging role of the mitochondrial fatty-acid synthase (mtFASII) in the regulation of energy metabolism“. Biochimica et Biophysica Acta (BBA) - Molecular and Cell Biology of Lipids (enska). 1864 (11): 1629–1643. doi:10.1016/j.bbalip.2019.07.012.
  7. 7,0 7,1 7,2 7,3 7,4 7,5 7,6 7,7 Levtova, Alina; Waters, Paula J.; Buhas, Daniela; Lévesque, Sébastien; Auray‐Blais, Christiane; Clarke, Joe T.R.; Laframboise, Rachel; Maranda, Bruno; Mitchell, Grant A. (2019-01). „Combined malonic and methylmalonic aciduria due to ACSF3 mutations: Benign clinical course in an unselected cohort“. Journal of Inherited Metabolic Disease (enska). 42 (1): 107–116. doi:10.1002/jimd.12032. ISSN 0141-8955.
  8. 8,0 8,1 8,2 8,3 8,4 8,5 8,6 Gregg, A. R.; Warman, A. W.; Thorburn, D. R.; O'Brien, W. E. (1998-06). „Combined malonic and methylmalonic aciduria with normal malonyl-coenzyme A decarboxylase activity: A case supporting multiple aetiologies“. Journal of Inherited Metabolic Disease (enska). 21 (4): 382–390. doi:10.1023/A:1005302607897.
  9. Witkowski, Andrzej; Thweatt, Jennifer; Smith, Stuart (2011-09). „Mammalian ACSF3 Protein Is a Malonyl-CoA Synthetase That Supplies the Chain Extender Units for Mitochondrial Fatty Acid Synthesis“. Journal of Biological Chemistry (enska). 286 (39): 33729–33736. doi:10.1074/jbc.M111.291591. PMC 3190830. PMID 21846720.
  10. Gabriel, Marie Cosette; Rice, Stephanie M.; Sloan, Jennifer L.; Mossayebi, Matthew H.; Venditti, Charles P.; Al‐Kouatly, Huda B. (2021-04). „Considerations of expanded carrier screening: Lessons learned from combined malonic and methylmalonic aciduria“. Molecular Genetics & Genomic Medicine (enska). 9 (4). doi:10.1002/mgg3.1621. ISSN 2324-9269. PMC 8123733. PMID 33625768.