Jules Verne-verðlaunin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Jules Verne-verðlaunin voru hönnuð af bandaríska listamanninum Thomas Shannon.

Jules Verne-verðlaunin eru frönsk siglingaverðlaun sem veitt eru fyrir hröðustu hnattsiglingu í bát sem knúinn er áfram með vindafli. Skilyrði er að viðkomandi hafi tilkynnt áætlun sína og greitt keppnisgjald og sigli yfir ráslínu sem er skilgreind sem línan milli vitanna Phare du Creach í Frakklandi og Lizard Lighthouse í Bretlandi. Þau voru sett á fót árið 1990 og heita eftir rithöfundinum Jules Verne sem ritaði skáldsöguna Umhverfis jörðina á 80 dögum. Fyrstu verðlaunin áttu að renna til þeirrar skútu sem næði að sigla umhverfis jörðina á innan við 80 dögum.

Verðlaunin voru fyrst veitt skútunni Explorer sem Bruno Peyron sigldi umhverfis jörðina á 79 dögum og sex tímum árið 1994. Núverandi handhafi verðlaunanna er Loïck Peyron (bróðir Bruno Peyron) sem sigldi hringinn á 45 dögum og 13 tímum árið 2012 á þríbytnunni Banque Populaire V og bætti þar fyrra met Franck Cammas frá 2010 um meira en tvo daga.

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.