Sagnaritun
Útlit
Sagnaritun er annars vegar sú iðja kölluð að safna sögum og varðveita með skriflegum hætti; hins vegar getur sagnaritun einnig verið það að skrifa sögu í skilningi sagnfræðinnar, það er að segja að setja saman upp heildstæða frásögn af atburðum upp úr heimildum, annaðhvort frumheimildum eða stoðheimildum.
Söfnun frásagna
[breyta | breyta frumkóða]Sögurnar, sem sagnaritarar safna, hafa oft varðveist í munnlegri geymd, það er að segja gengið manna á millum í endursögn, oft yfir langt tímabil. Þær tengjast gjarnan ákveðnum landsvæðum og geta fjallað um þjóðtrú, atburði, gengið fólk, örnefni og svo framvegis.
Einn best þekkti íslenski sagnaritarinn var Jón Árnason sem safnaði þjóðsögum sem oft hafa verið gefnar út undir nafninu Þjóðsögur Jóns Árnasonar, fyrst 1862.