Sölvadalur
Sölvadalur er dalur innst í Eyjafirði, næsti dalur fyrir austan Eyjafjarðardal. Þar voru mest 9 bæir í byggð en eru nú (2013) allir komnir í eyði nema Þormóðsstaðir og Eyvindarstaðir. Sölvadalur gengur til suðausturs út úr Eyjafjarðardal við bæinn Gnúpufell. Sagt er að dalurinn dragi nafn sitt af gelti einum sem Helgi magri setti á land við Galthamar ásamt gyltu og fann síðan þremur vetrum síðar í Sölvadal og voru þar þá sjö tugir svína. Dalurinn er um 25 km langur og nokkuð víður yst.
Aldrei var rafmagn frá landsveitum lagt í Sölvadal. Heimamenn komu sér upp heimarafstöðvum sem voru hin mesta meistarasmíð en oft máttu bændur berjast við válynd veður og hættulegar aðstæður þegar bilun varð í rafstöðinni og þá oftast þegar aðstæður voru verulega slæmar vegna veðurs og ísa.
Dalurinn væri ætíð harðbýll og hættulegur einkum vegna skriðufalla. Miklar skriður féllu að austanverðu árið 1934 og hjá Björk féll mikið skriða 1866. Snjóflóð drap fé á Draflastöðum 1877 og áður eru nefnd skriðuföll um 1950. Ægilegt snjóflóð féll á Ánastaði 1871 og var það um 540 faðma breitt. Það braut hús, banaði fé en mannbjörg varð með naumindum. Allir bæir austan Núpár voru komnir í eyði um og fyrir 1930.
Í byggð
[breyta | breyta frumkóða]- Þormóðsstaðir (enginn búskapur)
- Eyvindarstaðir (kominn í byggð 2011)
Eyðibýli
[breyta | breyta frumkóða]Fóru í eyði á árunum 1907 - 1935
[breyta | breyta frumkóða]- Björk (fór í eyði 1935)
- Finnastaðir (fór í eyði 1934)
- Kerhóll (fór í eyði 1930)
- Þormóðsstaðasel (fór í eyði 1907)
Fóru í eyði á árunum 1954 - 1960
[breyta | breyta frumkóða]- Ánastaðir (fór í eyði 1954). Ægilegt snjóflóð féll á Ánastaði 1871 og var það um 540 faðma breitt.
- Seljahlíð (fór í eyði 1960). Seljahlíð var ysti bær að vestan. Íbúðarhúsið stendur enn (2013) og það síðasta var braggi af skemmtilegri gerð. Bærinn stendur rétt við veginn inn dalinn og auðvelt að kíkja þar við og fá tilfinningu fyrir lífi fólks í dölum upp á fyrri hluta síðustu aldar.
Fóru í eyði eftir 1995
[breyta | breyta frumkóða]- Draflastaðir (öll hús rifin nema eitt útihús á árunum 2005 - 2010.) Árið 1949 féllu miklar skriður í dalnum og mátti þá litlu muna að bærinn færu í þá skriðu en hún féll sitt hvoru megin við íbúðarhúsið.