Fara í innihald

Sæðisfruma

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Sáðfruma)
Skýringarmynd af sæðisfrumu manns.

Sæðisfruma er einlitna kynfruma karldýra. Sæðisfruma rennur saman við eggfrumu til að mynda okfrumu. Okfruma er er tvílitna og getur orðið að fósturvísi.

Sæðisfrumur gefa tvílitna afkvæmum helming allra nauðsynlegra erfðaupplýsinga. Í spendýrum ræðst kyn afkvæmis af sæðisfrumunni: sæðisfruma með Y-litningi orsakar karlkynsafkvæmi (XY) og sæðisfruma með X-litningi orsakar kvenkynsafkvæmi. Anton van Leeuwenhoek var fyrsti maðurinn til að rannsaka sæðisfrumur árið 1677.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.