Ryan Ross

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Ryan Ross (fæddur 30. ágúst 1986) er gítarleikari og textahöfundur hljómsveitarinnar Panic! At The Disco.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

George Ryan Ross III er fæddur og uppalinn í Las Vegas í Nevada í Bandaríkjunum þar sem hann gekk í kaþólskan skóla. Þegar Ryan var tólf ára bað hann foreldra sína um gítar í jólagjöf, og þannig byrjaði samvinna hans með Spencer sem fékk trommusett. Á fyrstu árunum, voru Ryan og Spencer að spila Blink-182 lög með Ryan sem söngvara. Hljómsveitin þeitta var kölluð Pet Salamander á þeim tíma. Seinna safnaði Spencer liði með skólavini sínum Brent Wilson á bassa, og þeir spiluðu saman í hljómsveit sem hét The Summer League. Svo kom Brendon Urie í hljómsveitina, hinir heyrðu hann syngja og einróma ákváðu að hann myndi verða söngvarinn.

Tvö lög á A Fever You Can't Sweat Out frumraun Panic! At The Disco voru samin um föður hans sem var alkahólisti. Faðir hans dó svo 28. júlí 2006.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Ryan Ross“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 29. október 2006.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.