Fara í innihald

Shell

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Royal Dutch Shell)
Shell plc
Rekstrarform Almenningshlutafélag
Stofnað 1907
Staðsetning
Starfsemi Olíuvinnsla
Tekjur 458,361 milljarðar bandaríkjadala (2008)
Starfsfólk 102.000
Vefsíða shell.com

Shell, frá 2005-2022 þekkt sem Royal Dutch Shell, er fjölþjóðlegt olíufyrirtæki með uppruna bæði í Bretlandi og Hollandi. Samkvæmt tímaritinu Fortune er Shell stærsta fyrirtæki í heimi, og samkvæmt Forbes er annað stærsta fyrirtæki í heimi. Það er líka ein systranna sjö í olíuiðnaði.

Helstu framkvæmdasvæði fyrirtækisins eru framleiðsla, vinnsla, flutningur og markaðssetning kolvatnsefna (beggja jarðolíu og jarðgass). Shell starfar líka í framleiðslu jarðolíuefna og er nýkomið í endurnýjanlega orku, og er að þróa vind-, vetnis- og sólarorkutækni. Shell er skráð hjá kauphöllinni í London og Euronext í Amsterdam. Shell starfar í um það bil 140 löndum. Dótturfyrirtækið Shell Oil Company starfar í Bandaríkjunum, og er eitt stærsta fyrirtæki þeirra. Höfuðstöðvar dótturfyrirtækisins eru staddar í Houston, Texas.

Fyrirtækið var stofnað árið 1907 við sameiningu hollensks fyrirtækis Koninklijke Nederlandsche Petroleum Maatschappij og bresks fyrirtækis Shell Transport and Trading Company Ltd. Fyrirtækin tvö sameinuðust til að keppa við bandaríska fyrirtækið Standard Oil. 60% fyrirtækisins var í eigu Hollands og 40% í eigu Bretlands.

Shell starfar á Íslandi sem Skeljungur hf.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.