Euronext

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Euronext eða NYSE Euronext er samevrópskur hlutabréfamarkaður sem var stofnaður árið 2000 og eru höfuðstöðvar hans staðsettar í París en ná einnig til kauphallanna Brussel, Amsterdam, Lissabon og London.[1] Upphafið markaði þegar kauphallirnar í Amsterdam, Brussel og París runnu saman í eina þann 22. september sama ár og var tilgangurinn að samstilla og nýta þá gríðarlegu möguleika sem evrópski markaðurinn bauð uppá undir einum gjaldmiðli.[2] Í desember 2001 eignaðist Euronext öll hlutabréfin í stærstu afleiðukauphöll Evrópu, afleiðukauphöll Lundúna (e. London International Financial Futures and Options Exchange (LIFFE)) og úr varð Euronext LIFFE. Árið 2002 rann portúgalska kauphöllin inn í Euronext[3] og með þessum samruna voru markaðir sameinaðir sem eiga sér sögu allt aftur á 17. öld.

Viðskipti eiga sér aðallega stað á evrusvæðinu með um 1.300 útgefendur að andvirði 2.600 m.a. evra markaðsumsvifa sem er samsettur af einstökum bláum peningum (e. blue chip) sem að standa 20+ útgefendur í EURO STOXX 50-staðlinum sem og fjölbreyttum innlendum og erlendum fjárfestum.[4] Þann 11. janúar 2007 samþykktu samkeppnisyfirvöld Evrópusambandsins samruna Euronext og kauphallarinnar í New York. Samþykki Evrópusambandsins var háð því að yfirvöld í þeim löndum sem Euronext og dótturfyrirtæki var starfrækt í, samþykktu samrunann. Hluthafar í Euronext höfðu í desember árið áður samþykkt samrunann með miklum meirihluta og í júní sama ár hafði stjórn Euronext hafnað yfirtökutilboði þýsku kauphallarinnar Deutsche Börse og kaus frekar að ræða við kauphöllina í New York. Sá gjörningur vakti töluverða reiði nokkurra hluthafa og stjórnvalda í Evrópu sem hefðu fremur kosið að sjá frekari samþjöppun innan Evrópu.[5] Kauphallirnar sameinuðust svo formlega þann 4. apríl 2007[6] og mynduðu fyrstu kauphöllina sem tengdi markaði Evrópu og Bandaríkjanna saman og fyrir vikið auðveldaði fjárfestingar yfir Atlantshafið. Sameiginlega félagið fékk heiti beggja kauphalla og varð NYSE Euronext.[7]

Viðskipti innan NYSE Euronext[breyta | breyta frumkóða]

Öll viðskipti með verðbréf sem skráð eru á NYSE Euronext markaðnum fara fram í Universal Trading Platform[8]. Kerfið er að fullu samhæft milli markaða og eykur á miðlægni lausafjár, ýtir undir sanngjarna og gagnsæja verðlagningu auk þess sem það keyrir allar skipanir samstundis.

Þetta fyrirkomulag vinnur með mjög fjölbreytilegar færslur og sýslar með tilboð á miklum hraða meðan lausafjáreigendur meta viðskiptin með mannlegri dómgreind og af ábyrgð. Viðskiptin fara fram stighækkandi verðgrundvelli með eins konar sí-virkni eða í uppboðum sem fara fram tvisvar á dag á ákveðnum tímum og er tilgangur þess að auka á verðvitundina gagnvart verðbréfum sem eru ekki eins aðgengileg með lausafé. Universal Trading Platform kerfið[8] er með innbyggða öryggismæla sem tryggja að sjálfvirk tilboð í sí-virka ferlinu orsaki ekki öfgakenndar verðsveiflur á markaði.

Viðskipti með eigið fé sem skráð eru í markaðsstýringu NYSE Euronext eru möguleg innan viðskiptatímabils hvers dags í sí-virku viðskiptunum eða í uppboðunum. Opið er fyrir skráningar frá 07.15 til 17.40 CET.

Frjálsasta lausaféð er yfirleitt sett í sí-virku tilboðin yfir allan daginn á meðan það lausafé, sem er bundnara, er boðið upp á uppboðstímum. Uppboðin fara fram eins og áður segir tvisvar á dag og eru þau haldin klukkan 11.30 og 16.30 CET. Skipting verðbréfa milli sí-virkra viðskipta og uppboðsviðskipta er bundið ákvörðun NYSE Euronext á grundvelli hlutlægra viðmiða sem byggja á sögulegum og væntum viðskiptum, þátttöku í NYSE Euronext eða öðrum alþjóðlega viðurkenndum vísitölum og þátttöku viðskiptavaka.

Skipulag markaðarins byggir á fjórum samvirkum kerfum:

  1. Sjálfvirku dreifikerfi fyrir færslur sem tengir tilboðsbeiðnir viðskiptavina við miðlæga viðskiptakerfið í gegnum tilboðssafnara og verðbréfakaupmann, óháð því hvernig tilboðið berst.
  2. Miðlægt viðskiptakerfi sem vinnur sjálfkrafa úr tilboðum.
  3. Rauntíma upplýsingaveita sem birtir upplýsingar úr viðskiptakerfinu
  4. Greiðslumiðlunar og uppgjörskerfi sem einnig nýtir sér upplýsingar úr viðskiptakerfinu.

Tilboð í ákveðið fjármagn eru sjálfkrafa flokkuð eftir eðli (kaup eða sala) og verðmörk stillt í sömu tímaröð og skráð er í færslubók seðlabanka.

Úrlausn tilboða er framkvæmd með tilliti til verðs. Kauptilboð eru tekin í „fallandi“ röð en sölutilboð í „stígandi“ röð.

Samræmt viðskiptaumhverfi / Universal Trading Platform [breyta | breyta frumkóða]

Stækkun markaðshlutdeildar í flóknu fjármálaumhverfi nútímans er orðið flóknara en nokkru sinni. Aukin samkeppni, kröfuharðir viðskiptavinir og síbreytilegar reglugerðir eru merki þess að þörf er fyrir kerfi sem er lipurt og um leið mjög áreiðanlegt.

Þetta kerfi er ekki eingöngu notað sem viðskiptakerfi NYSE Euronext heldur býðst viðskiptavinum NYSE Euronext að kaupa sér aðgang að kerfinu til eigin nota á minni en þó flóknum mörkuðum.

NYSE Euronext kemur til móts við tæknilegar kröfur viðskiptavina sinna með því að bjóða upp á sér lausnir fyrir hvern og einn á forsendum viðskiptalegra þarfa. Með því er lágmörkuð hættan á tæknilegum vandkvæðum. Kerfið byggir á því sem NYSE Euronext notar á mörkuðum sínum.

NYSE Euronext UTP er leiðandi á sínu sviði. Kerfið er selt með þeim orðum að ekki sé það eingöngu búið hámarks öryggi heldur sé það afskaplega þægilegt í notkun og hannað fyrir velgengni – eins og fram kemur í sölupistli á vef NYSE Euronext.

NYSE Euronext UTP höndlar með fjölmargar gerðir tilboða, allt frá einföldum gerðum tilboða yfir í gríðarlega flóknar aðgerðir sem geta haft langvarandi áhrif á markaðinn.

Með samvirkni einstakrar getu til að meðhöndla tilboð og víðu sviði af stillanlegum, samkeyranlegum reikniaðgerðum og verðmörkum hefur Euronext UTP algera sérstöðu við stjórnun á markaðsvirkni viðskiptavinarins.

Euronext ábyrgist sífellda virkni og sífellt öryggi hugbúnaðarins og vísar með því í stöðugleika kerfa sinna í markaðskerfi sínu. 

Tímalína[breyta | breyta frumkóða]

 Nokkrir merkis atburðir í sögu NYSE Euronext

 2000. Euronext stofnað með samruna kauphalla í Brussel, París og Amsterdam. Verður þar með fyrsta sam-evrópska kauphöllin[9].

2001. Fyrsta hlutafjárútboð Euronext skilar kauphöllinni 400 milljónum evra með sölu á 30 milljón hlutum. Á þessum tíma er Euronext því metið á 2.800 m.a. evrur[9].

2002. Euronext yfirtekur LIFFE[9].

2002. Euronext sameinast kauphöllinni í Lissabon, BVLP[10]

2007. Euronext og NYSE sameinast og mynda NYSE Euronext[9].

2008. NYSE Euronext reynir samruna við Deutsche Borse[9].

2008. NYSE Euronext yfirtekur AmEx[11]

2008. NYSE Euronext stendur fyrir hlutafjárútboði VISA, það stærsta í sögu Bandaríkjanna á þeim tíma. Með því var 16 m.a. USD safnað[9].

2009. NYSE Euronext tekur frumkvæði að tæknilegum úrbótum og þjónustu, sem stendur fjárfestum til boða[9].

2009. Neðansjávarkapall, ætlaður til fjármálaviðskipta, lagður á milli New York og London[9].

2009. Tvö ný gagnaver NYSE Euronext tekin í notkun[9].

2013. Viðræður við InterContinental fara fram vegna mögulegrar yfirtöku á NYSE Euronext[9].

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Verðmæti hlutabréfa í helstu kauphöllum veraldar. (2009). Sótt þann 4. Júní 2015 af http://www.landsbankinn.is/dagbok-eignastyringar/taeknigreining/sterkustu-greinarnar-og-londin/ Geymt 31 mars 2014 í Wayback Machine
  2. Birth of Euronext. Speech from Jean-François Théodore, Chairman and Chief Executive Officer of Euronext (2000). Sótt þann 4. júní 2015 af http://www.paris-europlace.net/dossiers001_fr.htm Geymt 12 mars 2016 í Wayback Machine
  3. Frank J. Fabozzi. (2008). Handbook of Finance, Financial Markets and Instruments. John Wiley&sons:New Jersey
  4. Euronext - https://www.euronext.com/
  5. Viðskiptablaðið. (2007). Samruni Euronext og NYSE samþykktur. Sótt þann 4. júní 2014 af http://www.vb.is/frettir/32948/[óvirkur tengill]
  6. NYSE News releases. (2007). Shares of NYSE Euronext begin trading, marking the beginning of the first truly global financial marketplace. Sótt þann 4. júní 2015 af http://www1.nyse.com/press/1175665133200.html Geymt 17 febrúar 2014 í Wayback Machine
  7. Vísir. (2006). Euronext samþykkir samruna við NYSE. Sótt þann 4. júní af http://www.visir.is/euronext-samthykkir-samruna-vid-nyse/article/200661220090 
  8. 8,0 8,1 Euronext - https://www.euronext.com/fr/technology/utp
  9. 9,00 9,01 9,02 9,03 9,04 9,05 9,06 9,07 9,08 9,09 Timeline of the Euronext Exchange - https://prezi.com/hd-ebonl3hlt/timeline-of-the-euronext-exchange/
  10. Euronext Lisbon - http://en.wikipedia.org/wiki/Euronext_Lisbon
  11. NYSE MKT - http://en.wikipedia.org/wiki/NYSE_MKT
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.