Rob Morrow

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rob Morrow
Rob Morrow Los Angeles, California July 3, 2019
Rob Morrow Los Angeles, California July 3, 2019
Upplýsingar
FæddurRobert Alan Morrow
21. september 1962 (1962-09-21) (61 árs)
Ár virkur1985 -
Helstu hlutverk
Don Eppes í Numb3rs
Dr. Joel Fleischman í Northern Exposure

Robert Alan Morrow (fæddur 21. september 1962) er bandarískur leikari best þekktur sem FBI alríkisfulltrúinn Don Eppes í Numb3rs og sem Dr. Joel Fleischman í Northern Exposure.

Einkalíf[breyta | breyta frumkóða]

Morrow er fæddur í New Rochelle í New York og er af gyðingaættum. [1]

Morrow giftist leikkonunni Debbon Ayer árið 1998 og saman eiga þau eina dóttur.

Rob situr í nefnd Project ALS, sem styður rannsóknir á taugavöðva sjúkdómnum ALS (oft nefndur Lou Gehrig's sjúkdómurinn), til þess að finna lækningu á honum.

Ferill[breyta | breyta frumkóða]

Leikhús[breyta | breyta frumkóða]

Rob, sem er upprunalega frá New York, byrjaði leikhús feril sinn með því að vinna fyrir Tom O'Horgan og Norman Mailer. Síðan þá hefur hann skuldbundið sig sem meðlimur að Naked Angels, ásamt Marisa Tomei, Fisher Stevens, Ron Rifkin og Nancy Travis, á meðal annarra. Hefur hann komið fram í „Third Street“, við Circle Repertory Theatre og London's West End framleiðsluna af „Birdy“.

Sjónvarp[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta sjónvarpshlutverk Morrow var árið 1985 í Fame. Kom hann síðan fram í þættum á borð við Everything´s Relative, Monstes og Saturday Night Live. Árið 1990 þá var Morrov boðið hlutverk Joel Fleischman í vinnings sjónvarpsþættinum Northern Exposure sem hann lék til ársins 1995. Árið 2002, þá lék hann Kevin Hunter í sjónvarpsseríunni Street Time. Árið 2005 þá var Morrow boðið aðalhlutverkið í Numb3rs, þar sem hann lék FBI alríkisfulltrúann Don Eppes til ársins 2010.

Þann 8. mars 2010, þá var tilkynnt að Morrow myndi leika aðalhlutverkið í nýrri lögfræðiseríu The Whole Truth sem er framleidd af Jerry Bruckheimer, en framleiðslu var hætt eftir aðeins tíu þætti.[2]

Morrow hefur leikstýrt þáttum á borð við, Oz (1997), Street Time (2002), Joan of Arcadia (2003) og Numb3rs (2005).

Kvikmyndir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta kvikmyndahlutverk Morrow var árið 1985 í Private Resort. Eftir það þá lék hann í Quiz Show, sem Richard N. Goodwin, rannsóknarmann þingsins til þess að koma upp um spillinguna á bakvið 1950s spurningakeppnis skandalinn og lék síðan bróðir íþróttaumboðsmannsins leikinn af Albert Brooks í Mother. Á einum tímapunkti þá átti hann að leika í The Island of Dr. Moreau frá 1996, en datt út á endanum og var skipt út fyrir David Thewlis. Árið 2000, þá leikstýrði hann og lék í myndinni Maze, um listamann með Tourette sjúkdóminn.

Fyrsta myndin sem Rob leikstýrði var The Silent Alarm (1993) sem var frumsýnd á Kvikmyndahátíðinni í Seattle árið 1993 og var sýnd í Hamptons, Boston, Edinborg, og Sundance Kvikmyndahátíðinni, ásamt því að koma fram á sjónvarpsstöðinni Bravo.

Kvikmyndir og sjónvarp[breyta | breyta frumkóða]

Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1985 Private Resort Ben
1994 Quiz Show Dick Goodwin
1996 Last Dance Rick Hayes
1996 Mother Jeff Henderson
1998 Into My Heart Ben
2000 Other Voices Jeff
2000 Maze Lyle Maze
2000 Labor Pains Ryan Keene
2001 Sam the Man Daniel Lenz
2002 The Guru Josh Goldstein
2002 The Emperor´s Club James Ellerby
2002 Night´s Noontime Dr. William Minor
2005 Going Shopping Miles
2007 The Bucket List Dr. Hollins
2011 The Good Doctor Dr. Waylans
2011 Interception Matthew Kvikmyndatökum lokið
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1985 Fame Joey Laurenzano Þáttur: The Ol´ Ball Game
1987 Spencer: For Hire Danny Þáttur: Murder and Acquisitions
1987 Everything´s Relative Eddie Dayton Þáttur: The Mom Who Came to Dinner
1988 Tattingers Marco Bellini Sjónvarpssería
ónefndir þættir
1989 Monsters Vito Þáttur: La Strega
1980-1992 Saturday Night Live Kviðdómari
sem hann sjálfur
2 þættir
1990-1995 Northern Exposure Dr. Joel Fleischman 102 þættir
1998 The Day Lincoln Was Shot John Wilkes Booth Sjónvarpsmynd
1998 Only Love Matthew Heller Sjónvarpsmynd
1999 Nearly Yours Jim Clifford Sjónvarpssería
2000 The Thin Blue Lie Jonathan Neumann Sjónvarpsmynd
2001 Hudson´s Law ónefnt hlutverk Sjónvarpsmynd
2001 Jenifer Dr. Richard Feldman Sjónvarpsmynd
2002-2003 Street Time Kevin Hunter 33 þættir
2007 Custody David Gordon Sjónvarpsmynd
2009 The Green Team Robbie Blackman Sjónvarpsmynd
2005-2010 Numb3rs Don Eppes 118 þættir
2010-2011 The Whole Truth Jimmy Brogan 10 þættir
2010-2011 Entourage Jim Lefkowitz 4 þættir

Leikstjóri[breyta | breyta frumkóða]

Framleiðandi/Handritshöfundur[breyta | breyta frumkóða]

Leikhús[breyta | breyta frumkóða]

Verðlaun og tilnefningar[breyta | breyta frumkóða]

AFI Fest

  • 2000: New Direction verðlaunin - Special Mention fyrir Maze

Cinequest San Jose kvikmyndahátíðin

  • 2001: Audience Favorite Choice verðlaunin - Honorable Mention fyrir Maze

Emmy verðlaunin

Ft. Lauderdale Alþjóðlega kvikmyndahátíðin

  • 2000: President verðlaunin - Spirit Independents

Golden Globe verðlaunin

Newport Beach kvikmyndahátíðin

  • 2001: Verðlaun sem besti leikstjóri fyrir Maze
  • 2001: Verðlaun fyrir besta handritið fyrir Maze

Screen Actors Guild verðlaunin

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Search Results
  2. Schneider, Michael (8. mars 2010). „Morrow set for Bruckheimer pilot“. variety.com. Sótt 13. mars 2010.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]