Fara í innihald

Risinn og Kerlingin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Risin og Kellingin.
Risinn og Kellingin á færeysku frímerki, Risinn til vinstri og Kellingin til hægri

Risinn og Kerlingin (færeyska: Risin og Kellingin) eru tveir drangar yst á flóanum milli Austureyjar og Straumeyjar í Færeyjum, staðsettir við Eiðiskoll fyrir norðan bæinn Eiði. Risinn er 71 m hár og Kellingin 68 m.

Drangarnir í færeyskum þjóðsögum[breyta | breyta frumkóða]

Færeysk þjóðsaga segir að einu sinni hafi Ísland ætlað að flytja Færeyjar til sín og sent til þess tvö tröll. Þau komu á land nyrst á Austurey á Eiðiskoll þar sem risinn tók sér stöðu út í sjónum en kerlingin fór upp á land til að koma böndum á byrðina og ýta henni upp á bakið á risanum. Fyrst tók kerlingin svo fast á að Ytri-Kollur klofnaði frá, þá reyndi hún að koma bandi á annars staðar en ekki gekk það heldur, eyjarnar vildu ekki færast.

Sagt er að kerlingin hafi staðið upp á kollinum þegar daga tók og flýtt sér niður í sjó til risans en þau hafa tafist of lengi því að á sama tíma og þau mættust undir Eiðiskolli dagaði og þau urðu að steini þar sem þau stóðu og standa enn.