Ricotta
Útlit
Ricotta er ítölsk mjólkurafurð gerð úr mysunni sem er eftir úr ostaframleiðslu. Því framleiðslan á ricotta á sér stað í sambandi við framleiðslu á ostum er hún oft ranglega talin ostur, en í rauninni er aðeins mysan notuð, sem er hituð þar til próteinin í henni storkna.
Ricotta má framleiða úr kúa-, geita-, sauða- eða buffalamjólk en hefur tiltölulega lítið fituinnihald (um 8% sé kúamjólk notuð).
Áferðin er oft svolítið sendin en stóra laktósamagn ricotta gefur frekar sætt bragð og þannig hentar hún vel í eftirrétti. Sæta bragðið er þó ekki svo áberandi að varan getur ekki verið notuð í salta rétti.