Fara í innihald

Richard Dawkins

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Richard Dawkins á fyrirlestri í Reykjavík 24. júní 2006.

Clinton Richard Dawkins (fæddur 26. mars 1941) er breskur líffræðingur, rithöfundur og prófessor við Oxford-háskóla. Hann er einna þekktastur fyrir að vera málsvari trúleysis, fyrir gagnrýni á trúarbrögð og hjátrú og fyrir að halda á lofti erfðafræðilegum sjónarmiðum í þróunarlíffræði. Hann hefur hlotið verðlaun frá Dýrafræðisamtökum Lundúna (1989), Michael Faraday-vísindaverðlaunin frá Royal Society (1990) og Kistler-verðlaunin (2001).

Dawkins hlaut fyrst eftirtekt árið 1976 með bók sinni The Selfish Gene, sem jók mjög vinsældir erfðafræðilegra sjónarmiða í þróunarlíffræði. Þar kynnti hann til sögunnar hugtakiðmeme“ sem er undirstöðuhugtak í menningarþróunarfræðum. Árið 1982 kom út annað meginrit hans um þróun, The Extended Phenotype. Dawkins hefur í kjölfarið samið fjölda vinsælla bóka um vísindi og komið fram í sjónvarpi og útvarpi þar sem hann hefur fjallað um þróunarlíffræði, sköpunarhyggju, vithönnun (e. intelligent design) og trúarbrögð.

Dawkins er yfirlýstur trúleysingi og efahyggjumaður. Hann hefur verið nefndur „rottweiler-hundur Darwins“ fyrir staðfasta vörn sína fyrir þróunarkenninguna.[1] Í bréfi til blaðsins sem birtist í The Independent 14. ágúst 1998, sagði Dawkins að ótti manna við erfðabreytt matvæli væri ástæðulaus. Erfðabreytingar af þessu tagi væru ekkert öðruvísi en þær sem bændur stunduðu með ræktunarvali og hefðu gert í þúsundir ára.

Helstu verk

[breyta | breyta frumkóða]

Heimildamyndir

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvitnanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Hall, Stephen, S. „Darwin's Rottweiler“. Discover Magazine. Sótt 25. mars 2014.