Richard Cantillon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Richard Cantillon (c. 1680 – maí 1734) var fransk-írskur hagfræðingur. Hann gengdi veigamiklu hlutverki í þróun hagfræðinnar og var einn mikilvægasti hagfræðingur á skeiði kaupauðgisstefnunnar. Cantillon var einn af þeim fyrstu til að líta á hagkerfið sem eitt heildrænt kerfi og reyndi að útskýra hvernig það virkaði. Einnig var hann fyrstur til að koma með heildstæða kenningu hvað varðar verðlag og tekjudreifingu. Cantillon lagði einnig sitt af mörkum í peningamagnskenninguna sem og kenninga um utanríkisviðskipti og viðskiptajöfnuð. [1]

Ævi og störf[breyta | breyta frumkóða]

Lítið er vitað um ævi Cantillon svar var bæði atburðarík og ævintýraleg. Faðir hans var auðugur landeigandi. Einhverntímann á tvítugsaldri flutti Cantillon til Frakklands og varð franskur ríkisborgari. Hann var seinna í þjónustu breska hersins á Spáni, þar sem hann annaðist fjárreiður og greiðslur til hermanna í Spænsku erfðastríðunum (1701-1714). Hann snéri aftur til Parísar að stríðinu loknu, árið 1714, þar sem hann varð fljótt farsæll í bankarekstri og viðskiptum.

Stór þáttur í bankaferli Cantillon voru tengsl hans við Skoska hagfræðinginn John Law og Franska Mississippifélagið sem Law stýrði á árunum 1716-1720. Cantillon auðgaðist á braski með bréf félagsins og var mikilvirkur í spákaupmennsku i´"Mississippi-bólunni," einni fyrstu og best þekktu hlutabréfabólu fjármálasögunnar. Hann tók þátt í fjármögnun félagsins, og öðrum viðskiptaævintýrum Law, jafnvel þó hann hafi haft miklar efasemdir um ágæti þeirra. Cantillon seldi öll bréf sín í Mississippifélaginu áður en verð þeirra hrundi vorið 1720. Líkt og Law flúði Cantillon París eftir endalok Mississippifélagsins og eyddi næstu árum á ferðalagi um Evrópu ásamt eiginkonu sinni, áður en hann settist að í London. Hann stóð í málaferlum við ýmsa einstaklinga sem höfðu tapað stórfé á viðskiptum með bréf félagsins allt fram til dauðadags árið 1734.[2] Cantillon er talinn hafa látist í eldsvoða í maí 1734, en einn ævisagnaritara hans telur að Cantillon hafi sett eigin dauða á svið til að koma sér undan skuldum og málaferlum.

Hagfræðikenningar[breyta | breyta frumkóða]

Kenningar John Law höfðu mikil áhrif á Cantillion, en þeir fjölluðu báðir um eðli peninga og lögðu fram mikilvægar kenningar um eðli þeirra og hlutverk peningamagns.[3] Framlög Cantillon til hagræðinnar voru þó mun mikilvægari og víðtæakari. Eina rit Cantillon sem hefur varðveist er Essai sur la nature du commerce en general, (e: Essay in the Nature of Trade in General) sem kom út árið 1755, nokkrum árum eftir að hann lést. Ritið er talið eitt mikilvægasta verk hagfræðinnar á 18 öld.[4]

Talið er að Cantillon hafi skrifað ritgerðina í kringum árið 1730, en að auki eru vísbendingar um að hann hafi lokið við mikið magn annarra rita og greina um hagfræði og efnahagsmál, en handrit þeirra glötuðust öll í eldsvoðanum 1734 sem talinn er hafa orðið Cantillon að bana.

Fyrsta heildstæða hagfræðiritið[breyta | breyta frumkóða]

Essai sur la Nature du Commerce en Général

Cantillon hafði áhrif á merka hagfræðinga eins til dæmis David Hume og Adam Smith. Áhrif Cantillon á kenningar og hugmyndir Smith sést meðal annars á því að hann er einn af aðeins örfáum hagfræðingum sem Smith vitnar til með nafni í bók sinni Auðlegð þjóðanna, en Smith hafði lítið álit á flestum eldri hagfræðingum. Ritið féll þó í gleymsku, en var enduruppgötvað á ofanverðri 19.öld af William Stanley Jevons. Samkvæmt Jevons má finna “vöggu stjórnmálahagfræðinnar” (e. “Cradle of political economy) í ritinu. Það kom fyrst út í enskri þýðingu hagfræðingsins og sagnfræðingsins Henry Higgs árið 1932. Í dag er það talið vera fyrsta heildræna fræðiritið um hagfræðikenningar. [5]

Framlag Richard Cantillon til hagfræðinnar er margþætt. Ritið var mikilvægt framlag til kenninga um óvissu og til þróunar á hagfræðilegri landafræði.[6] Þá má nefna greiningar á verðþróun, launum, milliríkjaviðskiptum og greiðslujöfnuði. Skrif hans um fórnarkostnað og atferlishagfræði voru langt á undan sinni framtíð. Hans er einnig minnst fyrir að hafa verið fyrstur til að skilgreining á efnahagslegu hlutverki frumkvöðla (e. entrepreneur).[7] Cantillon hélt því fram að þar sem frumkvöðlar væru ekki í föstu starfi, né með fastar tekjur af landi, líkt og landeigendur á þeim tíma, byggju þeir því við mikla óvissu um tekjur og hagnað. Þess vegna þyrftu frumkvöðlar að hafa góða innsýn og þekkingu á markaðnum, framboði og eftirspurn svo að þeir gætu stundað viðskipti með sæmandi hagnaði.[8]

Cantillon áhrifin[breyta | breyta frumkóða]

Cantillon er þó þekktastur fyrir kenningu sína um peningamagn, kenning sem oft er kölluð „Cantillon áhrifin“. Í kenningu Cantillons segir að þegar magn peninga í hagkerfinu eykst geti það meðal haft áhrif á vöruverð og valdið verðbólgu, en áhrifin verði ekki þau sömu fyrir allar greinar hagkerfisins og þjóðfélagsþegna. Afleiðingar aukins peningamagns velti á því hver fái peningana í hendurnar og í hvað þeim sé síðan eytt. Þeir sem eiga nýtilkomnu peningana munu auka neyslu sína sem veldur því að eftirspurn eftir ákveðnum vörum eykst og verð hækkar. Verðhækkanirnar hafa síðan áhrif á aðra þegna samfélagsins sem þurfa að sætta sig við hærra vöruverð en hafa enn ekki fengið að njóta góðs af auknu peningamagni.[9]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Brewer, Tony (2002-06). Richard Cantillon: Pioneer of Economic Theory (enska). Routledge. ISBN 978-1-134-90374-0.
  2. Brewer, Tony (2002-06). Richard Cantillon: Pioneer of Economic Theory (enska). Routledge. ISBN 978-1-134-90374-0.
  3. Brewer, Tony (2002-06). Richard Cantillon: Pioneer of Economic Theory (enska). Routledge. ISBN 978-1-134-90374-0.
  4. Brewer, Tony (2002-06). Richard Cantillon: Pioneer of Economic Theory (enska). Routledge. ISBN 978-1-134-90374-0.
  5. „Richard Cantillon | Encyclopedia.com“. www.encyclopedia.com. Sótt 3. september 2021.
  6. „Richard Cantillon | Irish economist“. Encyclopedia Britannica (enska). Sótt 3. september 2021.
  7. „Richard Cantillon - New World Encyclopedia“. www.newworldencyclopedia.org. Sótt 3. september 2021.
  8. Long, Wayne (1983-10). „The Meaning of Entrepreneurship“. American Journal of Small Business (enska). 8 (2): 47–59. doi:10.1177/104225878300800209. ISSN 0363-9428.
  9. Bordo, Michael David (1983-01). „Some aspects of the monetary economics of Richard Cantillon“. Journal of Monetary Economics (enska). 12 (2): 235–258. doi:10.1016/0304-3932(83)90002-8.