Fara í innihald

Reykjavíkurdætur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Reykjavíkurdætur
UppruniReykjavík
Ár2010 - í dag
StefnurHipphopp
MeðlimirKarítas Óðinsdóttir (DJ)

Katrín Helga Andrésdóttir

Kolfinna Nikulásdóttir

Ragnhildur Hólm

Salka Valsdóttir

Steiney Skúladóttir

Steinunn Jónsdóttir

Þórdís Björk Þorfinnsdóttir

Þura Stína Kristleifsdóttir

Þuríður Blær Jóhannsdóttir
VefsíðaFésbókarsíða

Reykjavíkurdætur er íslenskur listahópur sem eingöngu er skipaður konum. Hópurinn var stofnaður árið 2013 og hefur komið fram á fjölda tónlistarhátíða erlendis og einnig hlotið viðurkenningar og verðlaun á erlendum vettvangi.[1]

Reykjavíkurdætur tóku til starfa árið 2013 en þær Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Kolfinna Nikulásdóttir höfðu frumkvæði að því að fá til liðs við sig konur sem voru áhugasamar um rapp. Þær hófu að koma fram á rappkonukvöldum á skemmtistöðum í Reykjavík og upp frá því varð sveitin til.[1] Í sveitinni eru nú 11 konur en yfirleitt eru þær átta saman á sviði hverju sinni.[2]

Fyrsta plata sveitarinnar RVK DTR kom út árið 2013 og var hún fjármögnuð í gegnum hópfjármögnun á Karolina Fund.[3]

Textar Reykjavíkurdætra vísa til mismunandi þátta mannlífsins og hafa gjarnan pólitískar skírskotanir og taka á viðfangsefnum eins líkamsskömm, kynjamisrétti og valdeflingu kvenna. Flestir textarnir eru á íslensku en einnig hafa þær tekið upp nokkur lög á ensku.

Reykjavíkurdætur sömdu lagið Drusla fyrir Druslugönguna á Íslandi árið 2014[4] og árið 2017 var verk þeirra RVKDTR - The Show sett á svið í Borgarleikhúsinu.[5]

Árið 2019 hlutu Reykjavíkurdætur MMETA verðlaunin (Music Moves Europe Talent Awards) á Eurosonic tónlistarhátíðinni í Groningen í Hollandi.[2] Á Degi íslenskrar tungu í nóvember árið 2019 var Reykjavíkurdætrum veitt sérstök viðurkenning er verðlaun Jónasar Hallgrímssonar voru veitt. Ráðgjafanefnd verðlaunanna taldi Reykjavíkurdætur „hafa verið valdeflandi fyrirmyndir sem hafi sýnt að hægt er að fella margbrotinn reynsluheim ungra Íslendinga í orð.“[6]   

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 Bergþóra Jónsdóttir, „Gripum bara einhverja öldu“, Morgunblaðið 8. júlí 2016 (skoðað 18. september 2019)
  2. 2,0 2,1 Ruv.is, „Heimurinn þarf á okkur að halda“ (skoðað 18. september 2019)
  3. Karolinafund.com, „Reykjavíkurdætur“ (skoðað 18. september 2019)
  4. Nutiminn.is, „„Ég á minn líkama“ - Reykjavíkurdætur senda frá sér Druslugöngulag“[óvirkur tengill] (skoðað 19. september 2019)
  5. Mbl.is, „Ég myndi búa mig undir allt“ (skoðað 19. september 2019)
  6. Mbl.is, „Jón og Reykjavíkurdætur verðlaunuð“ (skoðað 16. nóvember 2019)