Reykjalundur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Reykjalundur er endurhæfingarmiðstöð sem rekin er af SÍBS í Mosfellssveit. Sambandið hóf að leita eftir því að fá aðstöðu þar sem félagsmenn gætu aðlagast fullri þátttöku á vinnumarkaði eftir langlegu á sjúkrahúsum og heilsuhælum. Árið 1944 keypti sambandið jörðina Syðri-Reyki þar sem voru bæði braggar eftir hernámsliðið og jarðhiti. Fyrst fór starfsemi félagsins fram í bröggunum, en 1949 var tekin í notkun ný aðalbygging. Þegar berklasjúklingum tók að fækka var starfseminni breytt í alhliða endurhæfingarmiðstöð.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.