Rayman Raving Rabbids

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Rayman Raving Rabbids er fjórði leikurinn í vinsælu Rayman seríunum frá Ubisoft og kom út á sama dag og Nintendo Wii. Hönnuðir leiksins voru stjórnaðir af Michel Ancel, sem er upprunalegi höfundur Rayman, hjá Ubisoft Montpellier.

Leikurinn inniheldur meira en 70 litla leiki (mini-leiki) sem reynir að sína notkunamöguleika Wii fjarstýringunar (Wii remote). Það eru tveir möguleikar á að spila leikinn: Story mode sem opnar mini-leikina og Score Mode sem opnar verkefni og bónus hluti. Mini-leikirnir geta verið spilaðir aftur í Score Mode til að bæta árangurinn eða keppa gegn öðrum leikmönnum.

Útgáfu og forritunar saga[breyta | breyta frumkóða]

Leikurinn er til fyrir Wii, Xbox 360, PC, PlayStation, Game Boy Advance og DS

Það var byrjað að búa til leikinn í Ubisoft Montpellier Studio, meðan þeir kláruðu King Kong, þegar forritarnir voru að leita eftir að búa til frábæran óvin fyrir næst Rayman leik. Aðalmaður stúdíósins, Michel Ancel skissaði mynd af kanínu, og þá kom hugmyndin að hafa óvinin kanínur.

Liðið byrjaði á að búa til venjulegan ævintýraleik eins og Rayman er vanalega. Síðan fengu þeir upplýsingar frá Nintendo um vélina og byrjuðu að einbeita sér að búa til leik sem notaðist við margs konar leikjaspilun. Þegar það kom í ljós að leikurinn passaði ekki sem venjulegur Rayman leikur, varð Rayman Raving Rabbids samansafn af litlum leikjum.

Spilunarmöguleikar[breyta | breyta frumkóða]

  • Það eru til tvær mismunandi leiðir til að spila Raving Rabbids: ‘’Story Mode’’ og ‘’Score Mode’’. Í ‘’story mode’’, fylgir leikurinn Rayman í fimmtán daga. Á hverjum degi verður Rayman að klára minsta kosti þrjá mini-leiki og síðan einn endakarl, sem maður keppir á móti í leikjum eins og FPS eða kappakstri.

Þegar Rayman klárar mini-leikina fær hann drullusokka. Þegar hann eignast nóg af þeim, býr hann til stiga uppúr fangelsinu og sleppur. Þegar maður klárar mini-leikina fær Rayman einnig mismunandi tónlist og búninga. Í ‘’score mode’’, getur leikmaður endurtekið mini-leikina og reynt að bæta árangurinn sinn eða spilað með öðrum.

  • Rayman get breytt stílnum sínum í pönk, popp, rokk, ömmu ofl.

Persónur/Kanínur[breyta | breyta frumkóða]

Kanínurnar eru aðalóvinurinn í þessum leik. Vopnin þeirra eru frá kanínugeimskipum með leiserum til klósettdrullusokka og klósettbursta . Persónurnar hafa tala ekki eins og í Rayman 3. Í staðinn segja þeir nokkur orð eins og “Hey” eða “Wow”. Eina þekkta persónan frá fyrri leikjum er barnið Globoxes. Aðrir en hann og Rayman, hefur engin önnur persóna hefur sést áður í öðrum leikjum. Aðrir en kanínurnar, eru líka skrítin dýr sem líkjast fílum með horn, og önnur dýr (Kindur, kýr og svín).

Einkunnir[breyta | breyta frumkóða]

  • IGN: 8.3 af 10
  • GameSpot: 8.0 af 10
  • Game Informer: 8.5 af 10
  • Nintendo Power: 7.5 af 10
  • G4's X-Play: 4 af 5