Fara í innihald

Rauðarárholt

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Rauðarárholt er holt í Reykjavík. Á því standa m.a. hús Kennaraháskóla Íslands, Sjómannaskólans og Háteigskirkju. Þar sem það er hæst nær það 49 m hæð yfir sjávarmáli. Þar eru vatnsgeymar sem nú eru niðurgrafnir.

  • Bolholt - heitir eftir Bolholti við Ytri-Rangá
  • Einholt - heitir eftir bóndabæ og fyrrum kirkjustað stutt vestur af Höfn í Hornafirði
  • Langahlíð
  • Háteigsvegur
  • Hjálmholt - heitir eftir Hjálmolti í Flóahrepp, (næstsíðasti bær til vinstri fyrir Flúða-afleggjarann keyrt austur suðurlandsbraut)
  • Meðalholt - heitir eftir bæ rétt suðaustur af Selfoss
  • Mjölnisholt
  • Stangarholt - heitir eftir Stangarholti á Mýrum
  • Skipholt - nefnt eftir Skipholti í Hrunamannahrepp
  • Stakkholt - heitir eftir býli sem fór í eyði fyrir allnokkru og var við vestari ósa Markarfljóts.
  • Stórholt - heitir eftir bæ við sunnanverðann Gilsfjörð sem reyndar er oftast nefndur Stóraholt eða Stóra Holt.
  • Stúfholt - heitir eftir bóndabæ rétt austan Þjórsár milli Gíslholtsvatna & Árness.
  • Traðarholt heitir eftir bóndabæ rétt hjá Stokkseyri
  • Þverholt - hét áður Þvergata, nefnd upp á nýtt með hliðsjón af fyrra heiti & Þverholti á Mýrum


  Þessi landafræðigrein sem tengist Reykjavík er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.