Rauðalækur
Jump to navigation
Jump to search
Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Rauðalækur er lítill þéttbýliskjarni staðsett við Þjóðveg eitt, um fimm kílómetra vestan við Hellu, í Rangárþingi Ytra, fyrrum Holta- og Landsveit. Upphaf byggðar við Rauðalæk má rekja til þess að árið 1902 var byggður Rjómabússkáli á vesturbakka Rauðalækjar, rétt fyrir ofan Rauðalækjarfoss. Árið 1930 var svo stofnað kaupfélag við Rauðalæk (Kaupfélag Holtamanna). Nú er þar stafrækt Bílaverkstæði, Þvottahús og Söðlasmiðja, í Rjómabússkálanum. Þann 1. janúar 2016 voru íbúar Rauðalækjar 61.
