Rauðalækur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Rauðalækur er lítill þéttbýliskjarni staðsett við Þjóðveg eitt, um fimm kílómetra vestan við Hellu, í Rangárþingi Ytra, fyrrum Holta- og Landsveit. Upphaf byggðar við Rauðalæk má rekja til þess að árið 1902 var byggður Rjómabússkáli á vesturbakka Rauðalækjar, rétt fyrir ofan Rauðalækjarfoss. Árið 1930 var svo stofnað kaupfélag við Rauðalæk (Kaupfélag Holtamanna). Nú er þar stafrækt Bílaverkstæði, Þvottahús og Söðlasmiðja, í Rjómabússkálanum. Þann 1. janúar 2016 voru íbúar Rauðalækjar 61.

  Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.