Rafrænt sjókorta- og upplýsingakerfi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
ECDIS-kerfi frá Transas í brú skips.

Rafrænt sjókorta- og upplýsingakerfi eða ECDIS (úr ensku: Electronic Chart Display and Information System) er rafeindabúnaður fyrir siglingar sem uppfyllir kröfur Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar sem fullgildur valkostur við sjókort á pappírsformi. Stofnunin mælist til þess að önnur kerfi sem ekki uppfylla skilyrðin séu kölluð rafræn kortakerfi (electronic chart systems eða ECS).

ECDIS-kerfi sýnir rafræn sjókort á skjá, ásamt upplýsingum frá staðsetningarkerfum og öðrum kerfum eins og til dæmis ratsjá, Navtex, AIS-móttakara og dýptarmælum. Kerfið heldur utanum ferð skipsins, sýnir feril þess og gefur frá sér hljóðmerki ef það greinir hættur í námunda við það.

Alþjóðasiglingastofnunin setur fram hvaða kröfur ECDIS-kerfi skulu uppfylla en ECDIS-kerfi byggjast á kortastöðlum frá Alþjóðasjómælingastofnuninni. Alþjóðaraftækninefndin skilgreinir staðla fyrir prófanir búnaðarins.

Flest ECDIS-kerfi bjóða upp á gerð rafrænnar siglingaráætlunar og auðvelda eftirlit með frávikum meðan siglt er.

Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.