Rafrænt sjókort

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rafrænt sjókort.

Rafrænt sjókort eru stafræn sjókortagögn frá sjómælingstofnun sem ætluð eru til sýningar á tölvuskjá. Rafræn sjókorta- og upplýsingakerfi eru með rafræn sjókort sem uppfylla staðalinn S-57 frá Alþjóðasjómælingastofnuninni. Opinber rafræn sjókort sem eru viðurkennd til notkunar í slíkum kerfum eru með rafrænni undirskrift og seld af viðurkenndum endursöluaðilum. Stundum er hægt að fá sömu kort eða rastakort byggð á sömu gögnum fyrir mun lægra verð eða í opnum aðgangi til notkunar í sjókortakerfum sem ekki uppfylla staðalinn og eru algeng í minni bátum og skemmtibátum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.