Fara í innihald

Rachel Green

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Rachel Karen Green (f. 5. maí 1970) var tilbúin persóna í bandarísku sjónvarpsþáttunum Friends (1994-2004) og var hún leikin af Jennifer Aniston sem fékk bæði Emmy- og Golden Globe verðlaun fyrir frammistöðu sína.

Bakgrunnur[breyta | breyta frumkóða]

Rachel birtist fyrst í fyrsta þætti Friends þegar hún hleypur inn á Central Perk í gegnblautum brúðarkjól. Rachel hafði flúið brúðkaup sitt og tannlæknisins Barry Farber þegar hún áttaði sig á því að hún elskaði hann í rauninni ekki og vildi heldur sósuskálina sem þau höfðu fengið í brúðargjöf en hann.

Það kemur fram í gegnum þættina að Rachel átti nokkuð mörg gæludýr, meðal annars kött, hund, póníhest, skjaldböku, hamstur og tarantúlu þegar hún var að alast upp.

Foreldrar Rachel, Dr. Leonard og Sandra Green, eru rík og efast mikið um getu hennar til að lifa upp á sínar eigin spýtur í borginni. Móðir hennar, sem leikiner af Marlo Thomas, er snobbuð og faðir hennar (leikinn af Ron Leibman) er erfiður og ógnand, þrátt fyrir það kemur það fram í þættinum „The One with Rachel's Sister“ að hann er mjög stoltur af árangri Rachel í lífinu.

Rachel er fædd 5. maí 1970 þegar Gunther, framkvæmdastjóri Central Perk kaffihússins, spyr Rachel um afmælisdaginn. Í öðrum þætti segir hinsvegar lögreglumaður að hún sé vatnsberi, svo afmælisdagurinn hennar ætti að vera milli 21. janúar og 19. febrúar. Þátturinn „The one where the all turn thirty“ sýnir Rachel fagna 30. afmælisdeginum og vinir hennar hverfa aftur til þeirra dags sem þau urðu þrítug. Þetta bendir til þess að hún sé yngst í hópnum.

Í gegnum þáttaraðirnar eru systur hennar oft nefndar og birtast í nokkrum þáttum. Amy (leikin af Christinu Applegate) er dónaleg og áhyggjulaus, á meðan Jill (leikin af Reese Witherspoon) er dekruð og til einskis. Í einum þætti segir Rachel óvart að Jill sé uppáhalds systir hennar, eftir að Amy öskrar á Rachel í gegnum hurðina (eftir að hafa komið í óvænta heimsókn) „Þetta er uppáhalds systir þín!“ en þá svara Ross og Rachel „Jill?“

Af/á samband Rachel við Ross gefur henni dótturina Emmu. Rachel var önnur í hópnum til að verða ólétt eftir að Phoebe var staðgöngumóðir fyrir bróður sinn og konuna hans. Þættirnir enda á því að Ross og Rachel byrja aftur saman eftir að Rachel ætlaði að flytja til Parísar til að vinna fyrir Louis Vuitton. Það hefur verið uppi orðrómur um að þau hafi gift sig eftir að þættirnir enduðu og eignast fjölskyldu.

Persónuleiki[breyta | breyta frumkóða]

Persónuleiki Rachel þróast mikið í þáttunum. Í byrjun er hún dekruð „pabbastelpa“ en seinna, sérstaklega eftir að hafa eignast Emmu, er hún ekki eins sjálfselsk. En hún hefur ennþá miklar áhyggjur af ímynd sinni og á það til að verða sjálfselsk. Það kemur fram í þakkargjörðaþættinum í 4. þáttaröð að Rachel er gjörn á að skipta gjöfum fyrir aðra hluti eða inneign. Henni var oft lýst sem vinsælustu og snobbuðustu stelpunni í skólanum, og Brad Pitt (eiginmaður Aniston á þessum tíma) lék jafnvel gestahlutverk í þáttunum þar sem hann lék strák sem hafði verið mjög feitur og er ennþá reiður yfir því að Rachel hafi komið illa fram við hann.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Rachel Green“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt júní 2010.