Rósa Ingólfsdóttir - Rósa
Rósa | |
---|---|
SG - 053 | |
Flytjandi | Rósa Ingólfsdóttir |
Gefin út | 1972 |
Stefna | Þjóðlög |
Útgefandi | SG - hljómplötur |
Stjórn | Pétur Steingrímsson |
Hljóðdæmi | |
Rósa er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1972. Hljóðritun fór fram í Ríkisútvarpinu undir stjórn Péturs Steingrímssonar. Ljósmynd á plötuumslagi tók Óli Páll.
Lagalisti
[breyta | breyta frumkóða]- Kom ég þar að kvöldi - Lag - texti: Rósa Ingólfsdóttir — Þjóðvísa
- Margt býr í þokunni - Lag - texti: Ingólfur Sveinsson - Þjóðvísa
- Svo glöð og frjáls - Lag - texti: Rósa Ingólfsdóttir — Jóhanna G. Erlingsson
- Smalahundurinn (Krummi) - Lag - texti: Ingólfur Sveinsson — Þjóðvísa
- Snjóklukkurnar - Lag - texti: Rósa Ingólfsdóttir - Steinn Steinarr
- Djákninn á Myrká - Lag - texti: Ingólfur Sveinsson — Þjóðvísa
- Lömbin í mónum - Lag - texti: Ingólfur Sveinsson — Þjóðvísa
- Ræ ég við róður minn- Lag - texti: Rósa Ingólfsdóttir - Þjóðvísa
- Gimbillinn - Lag - texti: Ingólfur Sveinsson — Þjóðvísa
- Dabba-dabb - Lag - texti: Rósa Ingólfsdóttir
- Grýluþula - Lag - texti: Ingólfur Sveinsson — Þjóðvísa
- Sýn smalastúlkunnar - Lag - texti: Rósa Ingólfsdóttir - Þjóðvísa
Textabrot af bakhlið plötuumslags
[breyta | breyta frumkóða]Rósa, hver er það? Rósa hefur nokkrum sinnum sungið í útvarpi og sjónvarpi lítil og skemmtileg barnalög eða gamlar vísur og þulur, sem hún sjálf hefur gert lag við. Þarf að gera lög við gamlar íslenzkar þulur? Já, vegna þess að þulurnar hafa geymst en lögin ekki. Rósa hefur gert sérstaklega skemmtileg lög við nokkrar gamlar íslenzkar vísur og þulur, en faðir hennar, Ingólfur Sveinsson, hefur verið enn afkastameiri við þessi störf, því hann á enn fleiri lög við gamalt efni á þessari plötu en Rósa. Ingólfur Sveinsson hefur um langt skeið samið lög, sem hann hefur lítt haft á framfœri, utan hvað örfá laga hans hafa heyrst í útvarpi.
Lög þeirra feðginanna eru létt og skemmtileg og auðlærð og eiga jafnvel eftir að verða þess valdandi, að fleiri gefi sig að þvi að draga fram gamalt, íslenzkt efni og færa það í nýrri klœði, án þess að breyta hinu upphaflega innihaldi. Útsetningar á lögunum eru meistaraverk útaf fyrir sig, en þœr gerði Jón Sigurðsson og stjórnar hann jafnframt hljómsveit. Koma allt að fjórtán hljóðfœraleikarar við sögu þegar þeir eru flestir. Rósa Ingólfsdóttir sér ein um allan söng á plötunni og syngur í mörgum laganna rödd með sjálfri sér, sem gerir sönginn lítríkari. Nafnið „rósa" teiknaði Rósa sjálf, sem auk þess að syngja, leika á gítar og semja lög, er lœrður auglýsingateiknari og þegar þetta er ritað, um það bil að taka lokapróf úr Leikskóla Þjóðleikhússins. |
||