Plöntuefni
Útlit
Plöntuefni eða jurtaefni eru efnasambönd sem koma fyrir náttúrulega í jurtaríkinu. Dæmi um plöntuefni eru betakarótín sem er appelsínugult litarefni og mikilvægt A-próvítamín, og oxalsýra sem kemur fyrir meðal annars í hundasúrum og rabbarbara. Algengast er að nota þetta hugtak um ýmis efni sem eru ekki skilgreind sem nauðsynleg næringarefni en eru samt talin geta haft áhrif á heilsu fólks. Mjög mörg lyf eru plöntuefni eða unnin beint úr þeim. Dæmi um það er hjartalyfið digitalis. Einnig eru ýmis fíkniefni þannig til komin, svo sem ópíum og hass.