Fara í innihald

Playboy

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Playboy er bandarískt tímarit fyrir karlmenn sem inniheldur nektarmyndir af konum, smásögur og fréttagreinar. Blaðið var stofnað í Chicago árið 1953 af Hugh Hefner og samstarfsmönnum hans með fjármagn frá móður Hefners upp á 1.000 Bandaríkjadollara. Vinsældir tímaritsins leiddu til stofnun Playboy Enterprises, Inc. sem gefur út einnig út sjónvarpsþætti, kvikmyndir og bækur. Tímaritið er einnig vel þekkt fyrir að hafa gefið út smásögur eftir skáldsagnahöfunda á borð við Arthur C. Clarke, Ian Fleming og Margaret Atwood. Í blaðinu eru mánaðarleg viðtöl við þekktar manneskjur eins og listamenn, hagfræðinga, skáld, leikstjóra, blaðamenn og rithöfunda og einnig eru birtar fréttagreinar en eru oft dæmdar fyrir að styrkja frjálslyndisstefnu og vera þar með hlutdrægar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.