Phillipsít
Útlit
Phillipsít er steinefni, sem er algengt á Íslandi en lítt auðkennilegt enda smágert. Það er flokkað í zeólítum.
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Phillipsít er litlaust eða hvítt, fölbrúnt við veðrun. Glergljái, hálfgengsætt með smáa kristala sem eru 0,5 cm á lengd. Koma fyrir annaðhvort sem stakir kristalar með krossmynstri vegna tvíburavaxtar eða samvaxið í geislóttar kúlur í þyrpingum.
- Efnasamsetning: (K,Na,Ca)1-2(Si,Al)8O16 • 6H2O
- Kristalgerð: mónóklín
- Harka: 4½
- Eðlisþyngd: 2,20
- Kleyfni: Greinileg á einn veg, annars ógreinileg
Útbreiðsla
[breyta | breyta frumkóða]Phillipsít finnst aðallega í ólivínbasalti í efsta hluta jarðalagastaflans. Finnst oft með kabasíti, levyni og thomsoníti en samt ekki í sömu holum.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2