Kabasít

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Kabasít

Kabasít er steind og tilheyrir Zeólítum.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Kabasít myndar hvíta, glæra næstum teningslaga kristala. Gjarnan samvaxnir (tvíburar), glergljái. Litur getur verið gulbrúnn eða roðlitað. Oftast nokkrir mm en geta verið allt að 1,5 cm. Geta komið fyrir í mismunandi formum eftir því hvaða hliðar á samvöxnum kristölum koma fram.

  • Efnasamsetning: CaAl2Si4O12 • 6H2O
  • Kristalgerð: tríklín
  • Harka: 4½
  • Eðlisþyngd: 1,97-2,20
  • Kleyfni: greinileg á þrjá vegu

Útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Algengasta allra zeólíta á Íslandi. Einkennissteind efsta zeólítabeltsins.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2