Kabasít

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kabasít

Kabasít er steind og tilheyrir zeólítum.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Kabasít myndar næstum teningslaga kristalla sem oft eru hvítir eða glærir. Gjarnan samvaxnir (tvíburar), glergljái. Litur getur einnig verið gulbrúnn eða roðalitaður. Oftast nokkrir mm að stærð en geta verið allt að 1,5 cm. Geta komið fyrir í mismunandi formum eftir því hvaða hliðar á samvöxnum kristölum koma fram.

  • Efnasamsetning: CaAl2Si4O12 • 6H2O
  • Kristalgerð: tríklín
  • Harka: 4½
  • Eðlisþyngd: 1,97-2,20
  • Kleyfni: greinileg á þrjá vegu

Útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Algengast allra zeólíta á Íslandi. Einkennissteind efsta zeólítabeltisins.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  • Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2