Philip Green
Útlit
Sir Philip Nigel Ross Green (fæddur 15. mars 1952) er breskur athafnamaður og var stjórnarformaður Arcadia-samsteypunnar en það er fyrirtæki sem á viðskiptakeðjurnar Topshop, Topman, Wallis, Evans, Burton, Miss Selfridge, Dorothy Perkins og Outfit. Verslunarkeðjan BHS (British Home Stores) var áður hluti af Arcadia. Sir Philip Green var viðskiptafélagi Jóns Ásgeirs Jóhannssonar. Stuttu eftir hrunið og setningu neyðarlaganna kom Sir Philip Green til Íslands og ræddi við viðskiptaráðherra og stjórnarmenn í Glitni og var erindi hans að gera tilboð um að kaupa kröfur Glitnis í fyrirtæki Baugs með 95% afföllum.