Fara í innihald

Pennsylvaníuháskóli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Pennylvaníuháskóli að hausti.

Pennylvaníuháskóli eða University of Pennsylvania (einnig þekktur sem Penn, Upenn eða U of P) er bandarískur einkaskóli í Philadelphiu í Pennsylvaníu. Að sögn skólayfirvalda er skólinn fyrsti rannsóknarháskóli (e university) Bandaríkjanna[1] og fjórði elsti háskólinn (e. college).[2] Pennsylvaníuháskóli er einn hinna átta svonefndu Ivy League-skóla.

Níu þeirra sem undirrituðu sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna og ellefu þeirra sem undirrituðu bandarísku stjórnarskrána tengdust háskólanum. Benjamin Franklin, stofnandi skólans, var málsvari menntastefnu sem einblíndi ekki síður á hagnýta menntun fyrir verslun og viðskipti en á fornfræði og guðfræði. Pennsylvaníuháskóli var einn fyrsti háskóli Bandaríkjanna til þess að taka upp evrópskt háskóladeildaskipulag.

Pennsylvaníuháskóli er einkum þekktur fyrir viðskipta- og lagaskóla og læknaskóla háskólans. Um 4.500 kennarar kenna um 10.000 grunnnemum og um 10.000 framhaldsnemum.

Einkunnarorð skólans eru Leges sine moribus vanae eða „Lög án siðferðis eru innantóm“.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „The University of Pennsylvania: America's First University“. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. febrúar 2012. Sótt 19. mars 2007.
  2. Pennsylvaníuháskóli, Princeton-háskóli og Columbia-háskóli voru allir stofnaðir um svipað leyti. Árið 1899 breytti Pennsylvaníuháskóli opinberlega „stofnári“ sínu úr 1749 í 1740. Princeton-háskóli viðurkennir breytinguna ekki en hann gerir einnig tilkall til þess að vera fjórði elsti háskóli Bandaríkjanna, History
  Þessi skólagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.