Peak District-þjóðgarðurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Staðsetning.
Thor's cave.
Chatsworth House.
Ladybower uppistöðulónið.
Göngufólk.

The Peak District er þjóðgarður og hálent svæði á Norður-Englandi við suðurenda Pennínafjalla. Þjóðgarðurinn var sá fyrsti í landinu (stofnaður 1951) er að mestu í Derbyshire en einnig í Cheshire, stærra-Manchester, Staffordshire og Yorkshire.

Flatarmál er 1.440 km2 og hæð er yfirleitt yfir 300 metrum og er hæsti punkturinn 636 metrar. Svæðinu er skipt í norðursvæðið Dark Peak þar sem sandsteinn er áberandi bergtegund og suðursvæðið White Peak þar sem er kalksteinn og þéttbýlla er. Meðal þéttbýlisstaða í þjóðgarðurinn er bærinn Bakewell.

Útivist eins og gönguferðir, hestamennska, hjólreiðar og svifflug er meðal afþreyingar í þjóðgarðinum. Um 8% skógur þekur það. Vegna nálægðar við stærri þéttbýlisstaði eins og Manchester, Leeds og Sheffield er svæðið vinsælt.

Eignarhald er blandað og á ríkisstofnunin National Trust 12% af svæðinu.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Fyrirmynd greinarinnar var „Peak District National Park“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 24. mars. 2017.